Sameiningin - 01.06.1902, Blaðsíða 2
fyrir því, aö píslir Jesú hefSi í raun og veru þá miklu þýSing.
Og sú sönnun fékkst meS upprisu hans. Hugsum oss allra
snöggvast, hvernig fariS heföi, ef Jesús hefði ekki risið upp
frá dauðum, eSa, þótt hann í raun og veru hefSi upp risiS, ef
þaS dýrSlega undr hefSi dulizt — algjörlega fariS fram hjá
postulum hans og öSrum ástvinum hans. Þeir misstu trúna
á hann algjörlega, þá er þeir horfSu á eftir honum út í hiS
dimma myrkr píslarsögunnar. Þegar kveSinn var upp yfir
honum hinn grimmilegi dómr krossfestingardauSans, þá dó sú
trú og von, sem þeir höfSu viS hann fest, jafn-grimmilegum
dauSa. Þeir elskuSu hann áSr, og þeir elskuðu hann enn —
eftir aS svo var komiS. En trú þeirra og von dó. Og þar
með var þá elska þeirra til hans orSin að óheyrilegri kvöl,
nístanda sársauka hjartans, sem virSast mátti aS hlyti að
haldast til eilífSar. Trúarlaus og vonlaus elska hlýtr æfinlega
aS verða hræðileg kvöl. Elskunnar vegna er öllum lífsnauð-
syn á því að hafa trú og von.
,,María stóð hjá gröfinni og grét. “ I því ástandi horf-
um vér á hana í texta vorum áSr en ljós upprisunnar rann
upp í sál hennar. Þvílíkt ástand ! Elskan hjartanleg, brenn-
heit, hrein, heilög, orðin að trúarlausri, vonlausri sorg!
Svona bágt átti hún og hinar konurnar, sem verið höfSu í
fylgd með Jesú, og allir lærisveinarnir á hinni aldimmu von-
leysistíS. ,,En vér hugsuðum, að hann myndi vera sá, sem
frelsa ætti IsraeÞ'—heyrum vér lærisveinana tvo segja við
manninn ókennda á göngunni til Emmaus á páskadaginn.
Þeir höfðu þá von áðr og töldu hana áreiSanlega, óyggjandi.
En nú er sú von dáin — og með henni öll önnur von, sem
fyrir þá var nokkurs virði. Þess vegna eru þeir svo hryggir—
dauðhryggir. Vesalastir allra manna voru allir Jesú ástvinir
orðnir meS píslum hans og dauSa, því þeir höfðu fengiS til
sín og síSan misst þaS, sem bezt er og inndælast, hann sjálf-
an,— fengið hann fyrir lærimeistara, lífsleiðtoga, andlegan
föður, himneskan huggara, guðlegan vin,og misst hann. Hann
var orSinn þeim ljósið í tilverunni — eina ljósið, sem fyrir þá
kom til greina. Og nú er þetta ljós slökkt. Svo framarlega
sem það ljós yrSi ekki aftr kveikt, og um það höfðu þeir enga