Sameiningin - 01.06.1902, Blaðsíða 6
54
hún gat ekki leyst úr. En líklega var þó líkiS borið burt af
óvinahöndum. Ó, hvaS þaS var sárt aS hugsa um þetta! Ó,
hvaS hún syrgjandi átti bágt út af þessari óvissu, þessum nýja
harma-ábœti ! — Þegar lærisveinarnir hafa heyrt fregn þessa,
þá skunda þeir tafarlaust áleiðis til grafarinnar. Þeir hlaupa
— og svo hratt hlaupa þeir, aS þeir eru komnir út aS gröfinni
og eftir örskamma viðdvöl þar burt frá gröfinni heimleiðis
aftr áSr en María er komin þangaS í annað sinn. BáSir
hlaupa þeir, en Jóhannes þó hraðar, enda var hann þeirra
miklu yngri að aldri, og kom svo á undan Pétri til grafarinn-
ar. Hann gægðist inn í grafarþróna og sá líndúkana, sem
líkiS hafSi verið sveipaS í, liggja þar, en ekki gekk hann enn
inn. En er Pétr kom, gekk hann rakleiSis inn. Hann sá
hiS sama. Líkið var þar ekki. En líndúkarnir lágu þar —
aSal-línvoðin, sem vafin hafSi veriS utan um líkamann, og
sveitadúkrinn, sem höfuSiS hafði verið sveipað í, samanbrot-
inn, hvorttveggja á sínum stað, nákvæmlega sama blettinum
og verið hafSi, þá er líkiS í þessum umbúðum hafði verið lagt
þar niðr til hinnar síðustu hvíldar að kvöldi föstudagsins.
Engum getr dulizt, að hér segir sjónarvottr frá. Og í því
einu út af fyrir sig er stór-mikil trúarstyrking fyrir oss alla.
En ekki að eins það, hve nákvæmlega hér er sagt frá af guð-
spjallamanninum, heldr líka innihald sögunnar hér hefir hina
mestu trúarlegu þýðing. ASr en nokkur sá Jesúm upp risinn
er upprisa hans sterklega sönnuS með því, sem hér er sagt
frá. Enda er þess í textanum getið, að þá er hinn annar
lærisveinn — söguritarinn sjálfr, Jóhannes — á þessum tímans
punkti var genginn inn í gröfina, þá hafi hann séð og trúað.
Fyrsti morgunbjarmi trúarinnar á upprisu Jesú rann upp í sál
þess lærisveins út af þessu atviki. Það, hvernig um líndúk-
ana, líkumbúSirnar, sem verið höfSu, var búiS, var ekki að
eins sönnun gleSileg fyrir því, að engir ræningjar, engar óvin-
veittar hendr, höfðu verið hér og raskaS grafarfriðnum, heldr
benti þetta líka til þess, var í rauninni fullnaðarsönnun fyrir
því, að líkami Jesú var ekki horfinn burt af neins manns völd-
um. Verksummerkin, sem hér lágu fyrir, sýndu ómótmælan-
lega, að líkaminn var kominn burt fyrir yfirnáttúrlegt, guðlegt
J