Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.06.1902, Síða 14

Sameiningin - 01.06.1902, Síða 14
Skoðanir þeirra manná eru mjög skiftar. Mest af því, sem komið hefir verið fram með í þeim efnum, eru get- gátur, sem ýmist aldrei verða sannaðar eða að minnsta kosti hingað til eru mjög illa sannaðar. Og að því er háskólana snertir, þá veit eg ekki til, að enn sé komin fram ákveðin yfirlýsing um ,,kritíkina“ frá neinum þeirra. Annað mál er það, að fleiri eða færri áhangendr þeirra skoðana kunna að vera til meðal kennara í öllum þeim skólum. En naumast mun unnt að benda á tvo eða þrjá slíka menn, sem sé sam- mála jafnvel um aðal-atriði. Dillmann er með sínar getgát- ur, Wellhausen með sínar, König með sínar, Kayser, Reuss, Cornill, Robinson Smith með sínar, o.s. frv. Fáein dœmi að eins vil eg nefna. Wellhausen og Giesebrecht ætla, að því nær allir Davíðs sálmar sé til orðnir á þeim tíma, er útlegð Gyðinga í Babýlon stóð yfir, eða eftir það. Hitzig og Ols- hausen telja mikinn hluta þeirra orktan á Makkabea-tíðinni. Báthgen telr að eins fjóra sálma frá þeirri tíð. Robinson Smith kannast við, að sumt í sálmunum frá 90. til 150. sé frá því tímabili, en ekkert í sálmunum þar á undan. Þá fjóra sálma, sem áðr voru nefndir, segir hann vera frá stjórnartíð Artaxerxesar; en suma frá gríska tímabilinu. Hitzig telr Davíð hafa orkt 14 af sálmunum, Ewald 11, Schultz 17, Báthgen 1, Cornill að eins brot af einum, Delitzsch 44, o. s. frv. Niðrstöðu þá, sem einstakir lærðir menn hafa komizt að, láta hinir, sem að eins hafa eftir öðrum, vera allsherjar niðrstöðu vísindanna. Að því er snertir spámennina, þá skal að eins eitt dœmi nefnt. Margir hinna lærðu manna, sem hafa verið að eiga við gamla testamentis-, ,kritík“, halda því fram, að spádóms- bók Jónasar sé skáldskapr frá 5. öld fyrir Krist; sumir, að hún sé lítið eitt eldri; aðrir, að hún sé lítið eitt yngri. Og þetta vilja þeir rökstyðja með því, 1) að málið á bókinni og efni hennar sé svo, að hún geti ekki verið frá 8. öld; 2) að hún innihaldi á líkingarmáli sögu um þaö, er kom fyrir Jónas; 3) að hún sé stýluð gegn einrœningsanda Gyðinga í trúarefnum. Annar flokkr biblíu-rannsakenda er þeirrar skoðunar, að í þókinni sé sögulegr kjarni frá 8. öld, sem vaxið hafi við að

x

Sameiningin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.