Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.06.1902, Blaðsíða 4

Sameiningin - 01.06.1902, Blaðsíða 4
miklu meira undr en svo, aö þeir gæti trúaö því fyrirfram. Og eftir aö upprisan er komin fram þorir ekki einn einasti aö trúa henni fyrr en þeir hafa fengið svo órækar sannanir því undri viðvíkjandi, að ómögulegt var fyrir þá móti að mæla. Það kostaði þá alla skelfilegan sársauka að komast til trúar- innar á upprisu Jesú. En hann margborgaði sig fyrir þá, sá sársauki. Hann var þeim síðan fullnaðartrygging þess, að þetta stóratriði í trú þeirra væri sannleikr. Og eigi síðr hefir það, hve örðugt þeir allir áttu með að ná fullkomnu eignar- haldi á sannleika upprisunnar, og sársaukinn, sem þar með fylgdi fyrir þá, orðið kristninni síðar á öllum öldum ómetan- legr, blessaðr gróði. Það gæti fyrir oss verið freisting, og hún býsna sterk, til þess að efast um það, að Jesús sé í raun og veru upp risinn frá dauðum, ef ástvinir hans forðum hefði fyrirfram búizt við því, að hann myndi upp rísa. Sú von hefði síðar getað orðið að trú á orðinn atburð — gæti oss hugsazt. En oss getr með engu inóti hugsazt neitt slíkt, þegar vér vitum, hve algjörlega vonlausir þeir voru áðr en hann reis upp, og hve afar ervittt þeir áttu með að trúa upp- risunni eftir að hún var komin fram,— að enginn trúði þar fyrr en hann svo að kalla neyddist til að trúa. Þeim dugði það ekki — engum þeirra — að þeim væri sagt, að hann væri upp risinn. Og ekki nœgði þeim það heldr fullkomlega að sjá hann sjálfir í eigin lifandi persónu. Þeir urðu að minnsta kosti að heyra hann tala og jafnvel þreifa á honum með eigin hönd- uin. Og fyrir flestum þeirra þurfti þetta að marg-endrtakast aftr og aftr á þeirri fjörutíu daga tíð, sem leið frá páskadegi til uppstigningardags. En þar með varð upprisa frelsarans— guði sé lof! —svo sterklega vottföst og margsönnuð, að eng- inn fornaldar-atburðr í mannkynssögunni er meir óyggjandi. Frumvottar Jesú upprisu urðu lang-flestir píslarvottar. Upprisa Jesú var þeim fullnaðarsönnun fyrir því, að kenning hans, guðsríkisboðskaprinn hans um synd og náð, væri eilífr sannleikr. Allt lögðu þeir í sölurnar fyrir kristnu trúna sína — eignirnar, heiðrinn, lífið. Til þess þurfti dýrðlegt hug- rekki. Það fengu þeir með upprisu Jesú. Áðr voru þeir svo hræddir og huglausir. Eftir það áræddu þeir að ganga á

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.