Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.06.1902, Blaðsíða 13

Sameiningin - 01.06.1902, Blaðsíða 13
stöðu, geta aldrei orðiS annaS en getgátur.-------Hver getr t. a. m. ómótmælanlega sannaS, aS til hafi nokkurn tíma veriS rit þau, er hún nefnir J. (o: Jehóva-ritiS), E. (Elóhím-ritið), P. (PrestaritiS) ? Hefir nokkur séS þær bœkr ? ESa eru til nokkrar lýsingar á þeim frá fornöld ? Nei. Þetta eru aS eins getgátur, meir eSa minna sennilegar. ÞaS tekst ekki, að troSa því inn í meðvitund nútíðarinnar, að þetta sé vísinda- lega staSfest. Vor tíð heimtar áþreifanlegar sannanir. Skoðan sú á sögu Israels, sem kennd er við þá Graf og Wellhausen, er getgáta, og ýmsir þeirra, er áðr héldu þeirri getgátu fram, eru nú frá henni horfnir. Wilhelm Möller, umsjónarmaðr prestaskólans í Westfalen, hefir í bók einni um það efni, ný- lega út kominni, að því er eg fæ bezt séð, fullkomlega sann- aS, að getgáta þessi nær engri átt. (Höfundrinn aðhylltist þær kenningar áSr.) Eg skal um leiS benda á ummæli nokk- ur eftir dr. Orelli í formála þeirrar bókar. Hann segir: ,,Ekkert vekr meir furðu mína en þaS, hve fúsir sumir menn, jafnvel þeir, sem meS rnestu elju eru að eiga við rannsóknir á þessu svæði, eru til aS fallast á ,,kritík“ þessa og hafa eftir öðrum hinar vafasömustu kenningar eins og væri þær þau trúarsannindi, sem enginn að ósekju mætti andœfa“. Þessi ummæli einkenna marga áhangendr biblíu-,,kritíkar“ þeirrar, er nú við gengst. Ein staðhœfingin er sú, að saga ritningar- innar um forfeðr Israelsmanna sé öll ekki annað en þjóð- saga. Það er býsna laus getgáta. Forfeðrnir eiga aldrei að hafa veriS til. Nöfn þeirra eiga að tákna þjóðfiokka eSa guði. —-------1 augum Elíasar (i.Kg. 18, 36) og annarra spá- manna (Hós. 12, 13), svo og í augum Krists og postula hans, voru þó forfeðrnir sögulegar persónur. Og vér höfum enga ástœSu til að vefengja þá skoðan GySingaþjóSarinnar.---------- Því er haldið fram, að nú sé menn orðnir svo einhuga um niðrstöðu þá, er ,, kritíkin ‘ ‘ hafi kornizt að viSvíkjandi gamla testamentinu, og að allt sé nú oröiS svo ljóst í þeim efnum og falli eins og í löð. Allar háskóladeildirnar við lút- ersku háskólana hafi þegar í öllu verulegu viðrkennt þá niðr- stöðu. En þetta eru aS eins staðhœfingar. ,,Kritíkin“ er að eins að litlu leyti komin að fastri niðrstöðu.

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.