Sameiningin - 01.09.1902, Blaðsíða 13
109
hafa oröið lifandi í sálu hans. Páll og Jóhannes koma býsna
greinilega fram í ritum sínum, og oss þykir vænna um þau
fyrir bragSið; þaS er ekki þeirn til lýta, heldr til hróss.
Þær eru há-evangeliskar í orSsins bezta skilningi. Höf-
undinum er um aS gjöra aS leggja frarn evangelíum drottins
vors Jesú Krists í hreinni og fullkominni mynd, án þess aS
fella úr eSa bœta viS.—En hver kynslóS þarf aS finna til þess,
aS sú prédikun, sem hún heyrir, hafi eitthvaS nýtt til brunns
aS bera. HiS nýja, er sú kynslóS, sem heyrSi séra Helga
heitinn prédika, fann hjá honum, ímynda eg mér aS hafi veriS
hiS fullróma, greinilega tungutak,—skýrari mynd af persónu
frelsarans og gleggri skilgreining hinna kristilegu hugmynda
en menn höfSu áSr átt aS venjast. Og í allt þetta er mjög
mikiS variS. En nú er ný kynslóS komin til sögunnar. Hún
finnr nú aS sönnu þetta sama í rœSum séra Helga. En þyrst-
ir hana ekki eftir einhverju öSru? Hafa eigi nýjar þarfir og
nýjar kröfur risiS upp hjá henni? Hefir hún ekki sérstakar
efasemdir og freistingar við aS stríða ? Þarf ekki eitthvert
nýtt lag til aS ná athygli hennar og draga huga hennar aS
sannindum trúarinnar ? Mun henni ekki finnast, aS þetta hafi
hún áSr heyrt og hér ekki vera svör upp á þær spurningar,
er hún geymir í hjarta? Mun hún finna hér hiS gamla evan-
gelíum í þeim búningi, sem beztum tökum nær á huga hennar?
Eg býst viS, aS þaS verSi fremr hinir eldri en hinir yngri,
sem láta sér finnast þessar rœSur til sín stílaSar. Og þaS er
öldungis eSlilegt. ÞaS eru sjálfsagt nokkuS mörg ár síSan
þær voru fluttar. Og hugsunarháttrinn breytist og meS hon-
um kröfurnar. GuSs orS er í sjálfu sér ávallt hiS sama. En
þaS þarf stöSugt aS fá nýja og lifandi mynd í hjörtum þeirra,
er þaS boSa. VitnisburSrinn í kirkjunni þarf ávallt aS bera
vott um viöleitni til að skilja þá kynslóð, er hann snýr sér til,
og hjálpa henni gegn þeim efasemdum, freistingum og ástríS-
um, sem henni eru hættulegastar.
Mér þykir ekki ólíklegt, aS þessar prédikanir falli hinum
elzta hluta hinnar núlifandi kynslóSar jafnvel betr í geö en
nokkrar aSrar. Þetta rœöusniö held eg einmitt falli því fólki
bezt. En sú kynslóð, sem nú er á bezta reki, mun hafa nokk-
uð aörar kröfur og aörar spurningar fram aö bera.
i