Sameiningin - 01.09.1902, Side 14
110
Þær eril hæfilega langar, þessar prédikanir; hvorki of
langar né of stuttar, eftir mínu viti. A8 því leyti eru þær al-
gjörlega sniðnar eftir því, sem bezt á viö nú. Eg tel þaö mik-
inn kost. Því löng rœöa þreytir, hversu góö sem hún er,
nema þá viö einstök tcekifœri.
Stíll höfundarins er sléttr, einfaldr og blátt áfram. Hann
er hvergi eiginlega skáldlegr, miðar ekki sérlega hátt, er nærri
því alveg líkingalaus; en orðin falla ætíð býsna þétt utan um
hugsunina. Höf. snýr sér beint til áheyrendanna og leggr á-
minningar sínar þeim eins nærri og honum er unnt. Hann
kemr aldrei með neitt, sem meiðir tilfinningar manna eöa
smekk.
Bókin er prýðilega úr garði gjör aö öllum ytra frágangi,
meö nýju, ljómanda letri, og mynd höfundarins. Það er íull-
komin ástœða til að gleðjast yfir því, aö hún er komin út.
Fyrst og fremst er eg viss um, aö öllum, sem prédikanir þess-
ar lesa, verða þær til blessunar og sálubótar. Og þar næst er
mjög margt af þeim aö læra fyrir ísl. presta, sem í svo mörgu
geta tekiö sér þær til fyrirmyndar. Margt fleira mætti um
þær segja, en þetta verðr að vera nóg í bráð.
--------^OOO-í--------
Kirkjan í Mikley, tilheyrandi hinum lúterska söfnuði ís-
lendinga þar, var vígð sunnudaginn 14. þessa mán. (16. e.
trín.). Vígsluna framkvæmdi forseti kirkjufélagsins, séra J.
Bj., með aðstoð þeirra séra N. Steingríms Þorlákssonar og
séra Rúnólfs Marteinssonar. Séra Steingrímr prédikaði við
þetta tœkifœri og lagði út af guðspjalli dagsins, sem segir frá
því, er Jesús vakti upp frá dauðum son ekkjunnar í Nain.
Nokkur hópr fólks var til altaris. Tveir kirkjuvígslusálmar
voru í þetta sinn sungnir, sem sérstaklega höfðu verið orktir
fyrir þessa stórhátíðarstund í sögu safnaöarins, og munu þeir
báöir í heild sinni birtast í næsta blaði ,,Sam. “ Höfundr
þeirra er hr. Magnús Einarsson, gamall guðhræddr maðr,
mjög einkennilegr, sem eitt sinn átti heima í Mikley, en flutt-
ist fyrir nokkrum árum vestr á Kyrrahafsströnd. Áðr en
hann fór þangað orkti hann sálmana, skildi þá eftir í hand-
ritum hjá kunningjum sínum í eynni og bað þá sjá um, að
sálmarnir væri sungnir, þá er kirkjari væri vígð.