Sameiningin - 01.11.1902, Qupperneq 11
139
annarra þjóSa. Og stundum kemr þaS enda fyrir, að hún
sígr enn lengra niSr.
Það var á einni slíkri niSrlægingartíö, aS þaS gjörSist,
sem frá segir í kapítulanum úr fyrri Samúelsbók, sem hafðr er
hér fyrir texta. ÞaS var í lok dómaratímabilsins, eftir að
Gyöingar höfðu búið í fyrirheitna landinu nærri því 300 ár frá
því, er þeir komu þangaö frá Egyptalandi. ASal-stjórnarsetr
og guSsþjónustustaör landsins er nú borgin Síló. Þar gegnir
öldungrinn Elí bæði dómara og æösta prests embætti. Þegar
saga þessi gjörist, er hann orSinn háaldraðr maör. Elí hefir
víst veriö sérlega guðhræddr og góðr maSr, en hann skorti
þrek til aö kœfa niSr hina sívaxandi óreglu og siSspilling, er nú
var komin frammeðal lýðsins og einkum sjálfrar prestastéttar-
innar. Elí átti tvo sonu ; hét annar Hofní og hinn Píneas.
Þeir voru báöir prestar og þjónuöu í Síló, og er að sjá sem
þeir hafi verið búnir aS taka mest ráðin af föður sínum ; þeir
voru hræðilega siöspilltir menn. Þeir hugsuðu eigi um annaö
en aS ábatast sjálfir á guðrœknis-athöfnum þeim, er þeir
höfðu um hönd, og fylgdu aörir prestar dœmi þeirra. Auk
þess höfSu þeir margar svívirSingar í frammi. Elí fékk hér
ekki rönd við reist. Hann hafSi ekki agaS syni sína meöan
þeir voru ungir, og nú réS hann ekkert viS þá. Elliár hans
urðu því eymdarár og dauöi hans ömurlegr.
ÞaS var ekki að undra, þótt dimmt væri yfir landi og
þjóð, þar sem svona var ástatt. Enda segir svo hér í textan-
um : ,,Og orS drottins var sjaldgæft á þeim dögum ; vitranir
voru sjaldgæfar. “ Kennimannastéttin var spillt og ónýt ;
guðs orö var gleymt eöa rangfœrt; guð almáttugr horfinn út
úr sögunni. AstandiS hefir verið aS sfnu leyti eins og var í
kirkjunni kristnu á dimmu öldunum rétt á undan siöabótinni
lútersku. Spilling, eymd og dauöi varyfirlandi og lýS, sökum
þess að ,,guös orð var sjaldgæft“. Gamli dómarinn Elí
fékk eigi að gjört, en syrgði og grét ástandiö.
En guS hefir ekki gleymt sínu fólki ; hann uppvekr mann
til að leiöa þaS út úr myrkri til ljóss.
Upp viS rœtr Efraim-fjalls, í Rama, búa hjón nokkur,