Freyja - 01.02.1903, Side 23
43
Frö Harlow roSnaði, en llelen leit upp og safjði rólega: ,,Mer
Irætti ekki ólíklegt að vður þætti sætið hjá vatninu geðfeldari staður“.
,,Ungfrú Ilarlow, ég sé þer kannist vio mig, og það gleður mig,
'því það gjSrir mér léttara að lúka erindi niínu. Eg gleymi aldrei at-
vikinu í skóginum, né munu áhrif orða yðar þá nokkurn tíma glatast
raér, Eg hefi síðan giftst þeirri konu sem ég unni, annast hana og elsk-
að þangað til dauðinn hreif hana frá ntór. En allan þann tíma hefi ég
virt yður, og nú þekki ég enga konu sem stendur nær hjarta mínu
cn þér“.
ITelen missti bóldna, og ffekk eins og krampateygjur í handleggina
•er hún bar fyrir sig báðar hendurnar, eins og vildi hún verja sig ósöð-
um voða.
,,Hvað áttu við, eða, því kemurðu hingað með uppgeröar vii'ðingu?
Nei, enginn viröir mig, nema ég sjálf,'1 sagði hún og leit til drengsins
síns. ,,Og þer þurfið ekki að ræna því frá mfer“.
Sorgin og örvæntingin í þessu svari og látbragði hennar ffekk svo
raikið á Reid, að hann gat ekkert sagt, og lolcs sneri hann sfer að móður
hennar og sagði:
„Frú, hjálpið þfer mfer til að sannfæra dóttur yðar um, að í lieim-
inum sfe að minnsta kosti einn heiðarlegur maður“.
Frú Harlow leit á þau á víxl og sagði svo: „Hvað viijið þér“.
,,Eg vil vera vinur ykkar beggja. Eg veit livað heimurinn hefir
níðst á ykkur, og þekki manninn sem nfddist á henni. Eg vcit hvaða
dóm heimurinn leggur á ykkur, og mig langar til að stemma stigu
fyrir' áframhaldi þess“.
„Þfer getið ekkert hjálpað okkur lierra minn. Við æskjum heldur
okki eftir neinni hjálp, og cftir engu, nema að vera látnar í friði,‘‘
svaraði frú Harlow.
„Koma yðar hingað skaðar okkur og byrðin var þó nógu þung
áður. Eg verð að biðja yður að lcoma ekki hingað aftur“, sagði Helen,
þegar hún var búin að ná sör.
„Ég get þó með einu móti lijálpað yður, ef þör eruð ekki of stoltar
til að þiggja hjálp mína,“ sagði líeid.
Helen horfði á hann spyrjandi. „Það dirfðist enginn að ofsækja
yður, ef þfer væruð mfer gift,“ sagði Reid.
Aftur kom þessi hrollur yfir hana. ,,Nei, ónei, freistið mín ekki
frá áformi mínu,“ sagði hún loks.
,,Eg skal fara í þetta sinn, en að mánuði liðnum kem feg eftir
svari“. Svo tók hann blað úr vasabók sinni og reit á það áritun sfna,
rötti frú Harlow blaðið og sagði: , Með þessari áritan getið þfer skrifað
hverjum sem þfer viljið og spurt yður fyrir um mannorð mitt og stöðu,
og ef þfer skylduð finna það svo fullnægjandi kröfum yður, að þfer getið