Freyja - 01.02.1903, Blaðsíða 31

Freyja - 01.02.1903, Blaðsíða 31
TÖB I ■sTumcli ]t;iS elcki fremur auka en eyða þessum vandræðuin?11 spurði ég-„ ,,Ef heimurinn hegndi þeiin sem svíkja og táldraga stúlkurnar einS vægðarhrust og hann hegnir stúlkunum fyrir að vera sviknar og táþ •dregnar, myndi þessuin tilfellum fækka1*., svaraði hún gremjulega. ,,Það iítur út fyrir að hún hafl gjSrt þig að trúnaðarmanni sínum!'!1 -sagði G-ranger hfiðsfega. ,,Það er ekki svo unáarlegt þar sem hún var saumakona hjá for- •eldrum mínum, 'Og hröðir minn var barnsfaðir hennar.“ „Hún hafði engan rött til að hlusta á ástamál manns sem stóð svo miklu ofar en hún í mannfélaginu“. „Og hann hafði engan siðferðislegan rfttt til að spila raeð tilfinn- 'ingar hennar, að ég ekki tali um hvcrsu hann ofsókti hana látlausk Hún mátti ekki inissa atvinnuna og kvartaði því ckki, með því líka að Biún vonaði að geta varist lionum. En þá skreið hann inn um gluggann 4 svefnherbergi hennar“* „Og hvað varð af þessum makalausa bróður þínum?“ ,,0, hann iðraðist og er nú háæruverðugur doktor í guðfræði og sálusorgari safnaðarins í W. í ríkinu Vennont1;, sagði lteed og skellihló- „O, það er náttúrlega sferlega skemmtiiegt «ð láta segja sér svona skorinort tii syndanna þegar manni hefir orðið á“. „Fyrirgefðu mér, Ed, ef bg hefi verið of strangur. Eg veit að oss er inisboðið um leið og vcr misbjóðum öðrum með þess konar synd- um, því þjóðffelagið sem fyrirgefur oss karlmönnunum slíkar syndir, elur oss upp til að drýgja þær“. „Því miður er þetta allt of satt“. „Já satt er það, en það breytist aldrei fyr cn sérhver svívirt kona gjörir alveg eins og Helen hefir gjÖrt“. „Máske ekki. En hvað heldur þú að konan— frú Granger ætli að gjöra til Lakeside?“ „Eg er hræddur um að frú Fitzhammer sö orsök í ferð hennar, og þeim gengur víst ekkert gott til þeirrar ferðar“. „Af hverju heldur þú það? Það er annars ljóta flónið þessí lögmanns* frú“, sagði Granger. „Já, hún stígur víst ekki í vitið“. „Það lítur ekki út fyrir það. Ég skil annars ekkert í því hvernig maður með fullu viti getur búið saman við slíka konu, þó mér farist ekki um að tala, eftir gla.ppaskotið sem ég hefl sjálfur gjðrt“. „Það er of seint að sjá það nú, Ed“. „ Já, og þess vegua er það óbætanlegt. En hvað gengur þessu fífli. til að ofsækja mig?“ *) Sönn saga. — Höfundurinn.

x

Freyja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.