Freyja - 01.02.1903, Page 34

Freyja - 01.02.1903, Page 34
106 Þá befur koinið fram sú tilgáta, að hin líflausa náttúra væri frarn komin af hinni lifandi náttúru, að lífið sje eldra en hin líflausu efni.. Fechner reyndi í merkilegu riti að sýna fram á að svo væri, Og Henle hendir í þessu samhandi á, að heil fjöll sjeu mynduð úr efnum, sem heyrt hafi til hinni lifandi náttúru. „Með þeim kulda og hita sem við höfum ráð yfir,“ segir hann, „fáum við eggjahvítu til að storkna og hreytum byggingu jurta og dýra. En er það nú líldegt, að þeir kraft- ar sem nú eyðilcggja lífið hafi áður, þegar þeir voru stcrkari, stuðlað til þess að kveikja það?“ Preyer kennir að lííið hafi ekkert upphaf. Iiann skoðar jarðlík- amann eins og eina lifandi hei.'d og hreyfingarnar í efnum þeim sem hann er samansettur af eins og vissa tegund af lífi. Eftir því sem jörð- in kóinaði skildust þau efni frá sem ckki gátu, vegna hitabreytingar sem orðin var, haldist fljótandi, og þau mynduðu svo hina líflausu nátt- úru, þar sem þau ekki tóku þátt í lífshreytingunni. Af innhyrðis áhrif- um hinna loftkendu og fljótandi efna hvers á annað, myndaðist svo efnasamband, sem smátt og smátt líktist meir og meir prótóplasmainu, eða hinni einföldu frummynd hinnar lifandi náttúru. Af þessu mynd- uðust svo elstu forfeður jurtanna og dýranna og með breytiþróuninni varð hin lifandi náttúra æ margbreyttari og marghreyttari. Þessi skoðun minnir á kenningu Heraklíts garala, sem taldi eldinn frumorsök alls lífs. Allar nútfmans efnarannsóknir virðast . líka henda þar til eldsins. Pilygel segir: „Lífið er komið frá eldinum og skiiyrði fyrir framkomu þess mynduðust meðan jörðin var glóandi eldkúla.“ Eftir því sem á undan er sagt, hefði lífið þá átt að koma fram í jörðunni samkvæmt óraskanlegu lögmáli, eins og hin einstöku efnasam- hönd, þegar skilyrðin voru til orðin fyrir framkomu þess, hvort heldur sem menn þá vilja hugsa sjer hnöttinn, meðan hann var fljótandi og glóandi, sem eina lífsheild, eða menn hugsa sjer að lííið hafl myndast við hreytingar, sem smátt og smátt hafi orðið í hinni líflausu nátt- úru. Dubois-Reymond segir, að munurinn á kristallinum og lifandá iíkama sje sá, að í kristallinum sjeu efnin í stöðugu jafnvægi, en gegnum hinn lifandi líkama leiki sífeldur efnastraumur. Þótt hinir starfandi kraftar í kristallinum og hinum lifandi líkama sjeu ekki óskyldir frá rótum, þá verða þeir ekki mældir með sama mæli- kvarða. (Eftir BJARKA.)

x

Freyja

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.