Sameiningin

Årgang

Sameiningin - 01.06.1903, Side 3

Sameiningin - 01.06.1903, Side 3
5i eran“, er út er gefiö í Philadelphia. Áðr hafði hún birzt nokkuð lengri í tveim öðrum kirkjublöðum. En höfundr greinarinnar er William Allen Knight, sem hefir skýringarnar á sálminum eftir Sýrlendingi einum kristnum, er hann segir verið hafi gestr sinn. Vanalega hefir það verið skilið svo í kristinni kirkju, að sálmr sá, sem hér er um að rœða, byrji með líkingarmáli, sem miðað er við austrlenzkt hjarðmannalíf, en að þegar líðr á sálminn — alt frá upphafi 5. versins —, þá breytist líkingarmálið, þannig, að þá sé farið að hugsa um ríkulegt borðhald innanhúss — veizlusal — eins ög í dœmisögu frelsar- ans um hina miklu kvöldmáltíð. En það, segir hinn sýrlenzki maðr, raskar samrœmi líkingarmálsins, skemmir hugsan höf- undarins og óprýðir sálminn. Líkingarmálið í sálminum öll- um, frá upphafi til enda, er — eftir því, sem sá maðr fullyrti—• miðað við hjarðmannalífið. Og þegar vér hugsum til Davíðs konungs, sem í œsku var smaladrengr, hans, sem ávallt meðal Gyðinga og í kristinni kirkju hefir verið talinn höfundr sálms þessa, þá er sú skoðan í mesta máta sennileg. , ,Sálmrinn allr er einfaldr hirðissálmr11—segir Sýrlend- ingrinn. ,,Menn gæti að, hvernig þar frá fyrsta orði til síð- asta er lýst hirðis-starfseminni og hjarðlífinu lið fyrir lið. ,,‘Drottinn er minn hirðir; mig mun ekkert bresta’. Með þessum orðum hefr skáldið upp söngrödd sína. Á þennan streng er þar slegin fyrsta nótan í sálminum og henni síðan haldið stöðugt þangað til hin angrblíða rödd deyr út um leið og söngrinn endar. Allt, sem á eftir fer, kemr ineð sömu hugsanina í margbreytilegum geislabrotum. ,,‘ígrœnu haglendi lætr hann mig hvílast’: — nœring, hvíld. ‘Að hœgt rennanda vatni leiðir hann mig’: — hress- ing. Þér hugsið hér úm loeki, sem líða áfram með veikum straumi; en með því móti fáið þér aðra hugmynd um hvíldina en þá, er vakað hefir fyrir sálmaskáldinu. Það er lítið um ár og lœki í hjarðmanna-héruðunum eystra, og hjarðmennirnir reiða sig ekki á þau vatnsból. Iíœgt rennanda vatn merkir á hjarðmannamáli brunna og vatnsþrór; og þangað leiða hirðarnir sauðina, ekki til þess að veita þeim hvíld, heldr ti

x

Sameiningin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.