Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.06.1903, Page 14

Sameiningin - 01.06.1903, Page 14
62 ávallt gildi — ekki búningsins eins, né innihaldsins eins, heldr hvorstveggja sameiginlega,—ef vér leggjum til hliöar lítilfjörleg ágreinings-atriöi, en tökum höndum saman um þau þýöingar- miklu mál, sem oss alla varöa, þá mun lúterska kirkjan veröa áriö 1853 eitt hiö sterkasta afl, sem til er og þekkist hjá frjálsri og voldugri þjóö, er telr 150 milíónir manna. Hönd til himins rétt. I>ýtt hefir séra Steindör Briem. Á sjúkrahúsi nokkru haföi lítill drengr lengi legiö mjög veikr af kirtlaveiki ; var hann allr hlaðinn kaunum og sárum og tók oft mjög mikiö út. En honum hafði verið sagt, að hann ætti ástríkan frelsara á himnum; og það var oft, þegar hann þoldi ekki viö af sársauka, aö hann svo innilega og hjartan- lega baö irelsara sinn að koma til sín og flytja sig meö sér til paradísar; því aö hann hafði heyrt, að þar væri engin veikindi til, engin sorg né mœða. Einn morgun, þegar hjúkrunarkonan kom inn til hans til að þvo honum, gjöra viö sár hans og hagræöa honum, gat hún um það við hann, að um nóttina hefði dáið gamall sjúk- lingr í einu af næstu herbergjunum, en þessi gamli maðr haföi oft verið góðr við drenginn. Augu drengsins flutu í tárum viö fregn þessa, og hann sagði: ,,Æ, þá hefir Jesús komið hingað í nótt. Af hverju ætl’ hann hafi ekki tekið mig með sér? Mig langaði þó svo hjartanlega til að fá að fara með honum. Eg er hræddr um, að Jesús taki ekki eftir mér, þó hann gangi hér urn húsið, af því að eg er svo lítill. Heldröu, að það dygöi ekki, ef eg rétti höndina upp und- an sænginni áðr en eg fer að sofa á kvöldin ? Þá sér hann hana víst og man þá eftir, að mig langar svo mikið til að fá að fara með honum, og tekr mig svo með sér. “ Hjúkrunarkonan vildi ekki mæla á móti litla drengnum og sagði því, að þetta væri víst reynanda. Að öðru leyti gaf hún þessum orðum hans lítinn gaum. Þegar hún koin að rúmi drengsins morguninn eftir, lá hann grafkyrr með augun aftr, en litlu mögru höndina sína

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.