Sameiningin - 01.12.1904, Page 2
146
þú býör: ,,Ef þú elskar mig,
þá elska fyrst þann hatar þig. “
6. I þér vér sjáum þýöing lífs;
í þér vér fáum bœtr kífs,
og skipan hneigjum skaparans,
er skilja vegir guös og manns.
7. Og þó er enn þá þraut og synd,
og þó svo margra augu blind !
Ó Jesú, enn þig enginn fann,
sem ekld þekkti kærleikann. '
8. Þú ímynd guös, með gleöi-jól,
sem gefr hverju dufti sól;
ó, gef þú mér þann gæfuhag
aö geta fœözt meö þér í dag.
9. Þín lcærleikstrú er lífsins ljós,
vor líkn og frelsi, vizka, hrós;
þeim sannleik kveð eg sigrljóð
og seldi fús mitt hjartablóð.
Kirkjuþingstíöindin síöustu kosta að eins 10 cent. Skrif-
ið eftir þeim til hr. Jóns A. Blöndals, féhiröis kirkjufélagsins.
Bandalög unga fólksins í söfnuðum vorum og kennarar f
sunnudagsskólunum öllum muni eftir fundahöldunum fyrir-
huguðu út af þeirri starfsemi hvorritveggja á þessum vetri.
Báöir fundirnir eiga aö veröa haldnir í Winnipeg (sunnudags-
skólasal Fyrstu lútersku kirkju) í vikunni eftir 12. Febrúar,
en veröa nákvæmar auglýstir síðar.
Ritgjöröin um ,,tíundarskylduna“ í þessu blaði ,,Sam. “
er frumsamin á ensku af dr. Trumbull, ritstjóra hins ágæta
vikublaös ,,The Sunday School Times“ í Philadelphia, og
kom hún fyrst út í því blaði áriö 1880, en hefir nú 24 árum
síðar (í Nóv. síöastl.) verið endrprentuö í sama blaöi aö höf-
undinum látnum, og enn fremr gefin út í sérstökum ritlingi.