Sameiningin

Ukioqatigiit

Sameiningin - 01.12.1904, Qupperneq 14

Sameiningin - 01.12.1904, Qupperneq 14
158 Einn tíundi partrinn er ekki fenginn oss í hendr upp á þaö, aö vér skulum með hann fara eins og oss gott þykir. Hann heyrir drottni til frá upphafi. Þaö er í raun og veru karfa sú, •er drottinn hefir til umbúöa utan um níu tíundu partana, sem hann felr oss á hendr aö varðveita. Ef vér ekki skilurn hon- nm þeim umbúöum aftr, þá stelum vér körfunni hans. Er nokkuð lúalegra til en það? Þó eru hér karlar og konur, eig- andi heima í kristnum söfnuöum, sem ár eftir ár hafa veriö að -draga saman slíkar stolnar körfur, telja þær til búslóöar sinn- ar og benda hróðuglega á þær sem vott þess, hve ríkulega drottinn hafi blessaö þá. ,,Á maðrinn að pretta guö?“ Er J>að víst, að hann eigi að gjöra það? ,,En“—segir annar—,,eg hefi skuldir að borga, og til þess verð eg að verja tekjum mínum áðr en eg með skaplegu mótigeti látið þær ganga'til ölmus igjafa. Réttvís verð eg að vera áðr en til þess geti komið, að eg fari að sýna af mér höfðingskap. ‘ ‘ Auðvitað er það, að lánardrottnar þínir eiga forgangsrétt til þess, er þú tekr inn, á undan mönnum, sem eru þér ókunnugir. Og að sjálfsögðu átt þú að vera ráðvandr. En eiga allir aðrir lánveitendr þínir að vera teknir fram yfir drottin? Er nokkur sannsýni í því, að þú látir vera að taka tillit til réttmæts tilkalls hans til þess, er þú hefir undir hönd- um? Eitt hið lúalegasta, sem verzlunarmaðr getr látið sér ■verða, er það, þegar hann skiftir upp eignum þrotabús síns án þess að láta ábyrgðarmann sinn fá neitt. Ef þú skorast und- an að greiða af hendi til drottins þann tíunda part af tekjum þínum, sem honum ber og ávallt á fyrst um að hugsa, þá gjör- ir þú það, sem er enn þá ómannlegra en sá gjörir, er svíkr á- byrgðarmann sinn. Tíundina, sem mönnum ber að greiða drottni áf tekjum sínum, er ekki að skoða sem neitt miskunn- arverk; heldr er slík tíund skuld, og það sú skuld, sem á að ganga fyrir öllum öðrum skuldum, sú skuld, sem menn endi- lega verða að sinna sóma síns vegna; heilög og hátíðleg skuld- binding, sem hvílir á hverjum einasta manni með kristinni trú. Tíundin er ekki miðuð við það, sem kristinn maðr hefir skyldu til að gefa mest trúar sinnar vegna, heldr viö það, sem hann má til að gefa minnst. Margir kristnir rnenn ætti að

x

Sameiningin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.