Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.03.1905, Blaðsíða 8

Sameiningin - 01.03.1905, Blaðsíða 8
4 I , ' ■.';■ . , ; oss og hvernig úr því verSi bœtt, —13 erindsrekar auk prest- •anna. ,,Verði ljós!“—trúmála-tímarit þeirra séra Jóns Helga- sonar og hr. Haralds Níelssonar—hætti í Desember síðaH- liðnum að koma út. Astœða, sem til er fœrð, fjárþröng sök- um vanskila af hálfu áskrifenda. Hvort trúmálastefna blaðs- ins kann að einhverju leyti að hafa ráðið örlögum þess, verðr ekki sagt. En ólíklegt er. að hin lúterska kristni Islands uní. því lengi eins og nú er komið að vera kirkjublaðslaus. Fyrir rúmu ári voru í bœjunum Glenboro og Baldr stofn,- uð kristileg ungmennafélög fyrir íslenzk ungmenni á aldrinum 9—20 ára. Gekkst séra Friðrik Hallgrímsson, prestr Ar- gyle-safnaða, fyrir þeirri framkvæmd. Þessi félög hafa um síðastliðið nýár haldið ársafmæli sín, og voru þá meðlimir hins fyrrnefnda 28, en hins síðarnefnda 29; síðan hafa fáeinir þœtzt við í báðum. Fundir þeirra hafa verið mjög vel sóttir. Á þessu ári hafa enn fremr fyrir tilstilli séra Fr. H. veri5 settir á fót íslenzkir sunnudagsskólar í þeim hinum sömu bœj- um, og eru nemendr í hvorum þeirra rúmir 30. Skólanum í Baldr veitir forstöðu hr. Kristján Jónsson, en Glenboro-skól- anum hr. Friðjón Friðriksson. Leivis Wallace, einhver allra frægasti rithöfundr Ame- ríkumanna, andaðist á heimili sínu í Crawfordsville, Indiana, 15. Febr., og var hann fœddr 1827. Skáldsagan %,Beu Hiír sefn fyrst kom út árið 1880, er hið mest þekkta og ágætasta ritverk, sem eftir hann liggr. Með fram fyrir þá sök, að efni þiirrar bókar er svo nátengt við guðspjallasöguna og svo meistaralega er frá þvf gengið, hefir hún sterklega og unaðs- lega hrifið hjörtu óteljandi lesenda víðsvegar um lönd, því bókin hefir verið þýdd á fjölmargar tungur. Af öðrum skáld- sögum hans er helzt að nefna ,,The Prince of India“, sem lýsir,falli Miklagarðs í hendr Tyrkja á 15. öld ogkom út 1893. —Wallace var hershöfðingi í ófriðnum mikla í Bandaríkjun- um út af þrælahaldinu milli norðanmanna og sunnanmanna.

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.