Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.03.1905, Blaðsíða 18

Sameiningin - 01.03.1905, Blaðsíða 18
14 áðr skilið það svo, að stórkostlegir opinberar sigrar sé hið eina, sem nokkra verulega þýðingu hafi fyrir málefni drottins. Drottinn vill sýna honum, að til sé heill starfsheimr þar fyrir utan, kyrrlátr og rólegr, en engu þýðingarminni en hinir opin- beru nafnfrægu sigrar. Drottinn vill kenna honum að þekkja nýjan starfsheim. Sýnina kannast allir við. Eftir að Elías var búinn að ‘ gjöra tilraun til að réttlæta sjálfan sig, býðr drottinn honum að fara upp á fjallið. ,.Drottinn fór fram hjá, en á undan honum mikill og sterkr stormr, sem sundrtœtti fjallið og sundrmolaði klettana; drottinn var ekki í storminum. Og eftir storminn jarðskjálfti; ekki var drottinn í jarðskjálftan- um; og eftir jarðskjálftann eldr; ekki var drottinn í eldinum; en eftir eldinn kom hœgr og blíðr vindblær. Og þegar Elías heyrði það, byrgði hann andlitið með möttli sínum. “ Það er fyrst að athuga við þessa sýn, að hvaða þýðing sem lögð er í storminn, jarðskjálftann og eldjnn, getr hugsan- in ekki verið sú, að drottinn sé alls ekki í þeim, heldr sú, að hann sé ekki eingöngu í þeim, og jafnvel ekki aðallega í þeim. En hvað eiga þessi atriði í sýninni að merkja? Sumir láta þau merkja hið stórvægilega í náttúrunni. Sýnin er svo oft slitin úr samhengi sínu og látin merkja hvað sem manni finnst þægilegt í þann og þann svipinn. En þegar vér athug- um alla þessa merkilegu sögu sem eina samfellda heild, verðr oss ljóst, að stormrinn Og jarðskjálftinn og eldrinn eiga ein- mitt að tákna sigrinn á Karmel og alla slíka viðburði, Með þessu jarteiknast öll opinberu undrin í sambandi við framfara- sögu guðs ríkis í heiminurn, allir miklu, heimsfrægu p'édikar- arnir, sem hrifið hafa þjóðirnar með eldi mælsku sinnar. Þetta eru meðal annars tákn Elíasar sjálfs. Sannarlega er drottinn í öllu þessu, svo framarlega að unnið sé í réttum anda; en það er langt frá því, að hann sé eingöngu í þessu. Drottinn er eins sannarlega í þeim lögum mannfélagsins, þar sem básúnu- hljóðið er miklu minna. Þetta þurfti Elías að skilja, Þarna undir eins á Hóreb var honum sagt, að í Israel væri sjö þúsundir manna, sem aldrei hefði beygt kné sín fyrir Baal. Þarna var honum bent

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.