Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.03.1905, Blaðsíða 19

Sameiningin - 01.03.1905, Blaðsíða 19
4, aö hann væri ekki hinn eini, sem gæti starfað að drottins málefni í Israel; hann skyldi þegar byrja á því kyrrláta verki, að undirbúa eftirmann sinn, og hann (Elísa) var einmitt val- inn úr hópi þeirra, sem ekkert bar á opinberlega í þjóðfélag- inu. Hann var kallaðr frá plógnum. Með þessu sá Elías skyldu sína í nýju ljósi, sá, að hann átti að starfa allsstaðar í þjóðfélaginu, þar sem hann náði til, sá, að þjóðin þurfti meira en einn mann til þess að koma henni á réttan veg. Hún þurfti marga menn, sem allt af héldi áfram að kenna henni. Þess vegna fór hann að starfa í sambandi við spámannaskólana. Frásagan um viðskilnað Elíasar í 2. Kg. 2. ber það með sér, að samband Elíasar við spámannaskólana í Betel og Jeríkó hefir verið mjög náið. Hinn hœgi og blíði vindblær átti fyrir Elías að merkja starfið fyrir guðs ríki, sem nrnna bar á. Hóreb varð honum til ómetanlegrar blessunar, því það kenndi honum að meta þetta. Drottinn þarf einnig að kenna oss, frá Hóreb, að meta Kinn hœga og blíða blæ hins vanalega mannlífs. Vér skulum meta alla heimsfrægu mennina, sem komið hafa fram í kirkj- unni. Ljós margra þeirra lýsir öld eftir öld. En hvað er þó starf þeirra fáu í samanburöi við milíónirnar, sem svo miklu minna hefir borið á, en hafa engu síðr starfað að guðs ríki í sínum litla umheimi af beztu kröftum? Lúter er frægastr allra kirkjumanna úr mótmælenda flokki; en hvað er þó starf hans í samanburð.i við þúsundanna og milíónanna meðal kennimanna og leikmanna í þeim kirkjudeildum, sem hafa með guðs hjálp gjört yngri og eldri að góðum, guðhræddum mönnum og konum. Þar sem prestrinn vinnr verk sitt sam- vizkusamlega í söfnuði sínum, þar sem kristinn safnaðarlimr leyfir kristindóminum að leiðbeina sér í öllu sínu starfi, and- legu og veraldlegu, þar sem kennarinn rœkir verk sitt í skól- anum með trúmennsku, eins og honum væri trúað fyrir læri- sveinunum af guði, þar sem foreldrar kenna börnunum sín- um, í orði og verki, að elska guð og láta gott út frásér ganga, —hvað lítið sem á þessu starfi kann að bera út í frá—, þar er hinn hœgi og blíði vindblær guðs. Frá þessum ýmsu lindum

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.