Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.03.1905, Blaðsíða 15

Sameiningin - 01.03.1905, Blaðsíða 15
Þá gekk Elías fram, reisti drottni altari af 12 steinum, gjöröi gröf umhverfis þið, lagöi viðinn og fórnarnautið á alt- arið, lét svo hella 12 skjólum af vatni á altarið með því.semá því var, og fylla gröfina í kring.' Þá bar hann fram einfalda bœn til drottins, og svo kom svarið fijótt. ,,Þá féll niðr eldr drottins“ og eyddi brennifórninni og viðnum og steinunum og jörðinni; og vatnið í gröfinni þurrkaði hann upp. En sem allt fólkið sá það, féllu þeir fram á ásjónur sínar og sögðu: ,,Drottinn, hann er guð! Drottinn, hann er guð!“ Hvílíkr sigr, að vinna fulltrúa heillar þjóðar fyrir sann- leikann svo að segja á einu augnabliki! Fyrir einn mann að heyja stríð við spilling heillar þjóðar, að búa sig hy’ggilega undir hið rétta augnablik, og svo, þegar það kom, að snúa straumnum við,—það er eitt hið mesta afreksverk, er nokkur maðr hefir leyst af hendi. Mannkynssagan sýnir fáar myndir af hugrekki eins aðdáanlegar eins og þessa, þegar Elías eimi berst fyrir drottin sinn, við skurðgoðadýrkun Israels; en sú mynd minnir ósjálfrátt á Lúter í Worms, Aðal-atriðið í þessum sigri er traustið, sem Elías hafði á drottni; en það traust skapaðist ekki á einu augnabliki, heldr var það vöxtr liðinna ára. Um æfisögu Elíasar áðr en hann kom fram sem opinber starfsmaðr drottins er oss nærri því ekkert sagt. En þegar hann fyrst kemr fram á sjónarsviðið, viðhefir hann meðal annars þessi orð í samtali sínu við Akab: , ,Svo sannarlega sem drottinn, Israels guð, lifir, er eg stend frammi fyrir. “ í þessum orðum: ,,er eg stend frammi fyrir“ felst æfisögupartr, sem sjálfsagt nær yfir all-langt tímabil. Þau sýna ljóst, að hann hefir verið búinn að ná þeim þroska, sem vanalega tekr langan tíma, að vera kominn í náið sam- félag við guð. í öllu þessu er löng saga um lestr guðs orðs, djúpar hugsanir, bœnir, stríð, sigr trúarinnar íhjartanu. Þeg- ar maðr er kominn á það stig að vera búinn að afneita sjálf- um sér og setja guð algjörlega í hásæti hjarta síns, þá verða framkvæmdirnar hið ytra ekkert annað en spor hinnar ein- földustu hlýðni. Það verðr ekkert annað en þetta: ,,Guð segir mér að gjöra það; mér er bæði ljúft og skylt að hlýða. “ Það gjörir ekkertti!, hvört verkið, sem drottinn býðr, er stór-

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.