Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.03.1905, Blaðsíða 14

Sameiningin - 01.03.1905, Blaðsíða 14
IO sem er veikr eins og strá, að hetju; en veikleika-einkennin íylgja þó öllum mönnum, að einhverju leyti, til grafar. Hugs- anir vorar um Elías framsetjum vér í sambandi við myndir,. í orðum, sem til eru af honum, á þremr fjöllum. I. Karmel. Það var sigrfjallið hans. Fyrir því var hann lengi búinn að vinna. Undirbúningstíminn byrjaði, þegar hann var á heimili sínu á einum útkjálka Gyðingalands, aUstr í fjall-lend- inu Gílead. Þar tendraðist hjarta hans eldi, er hann sá, hversu trúin á Jehóva var fótum troðin, en skurðgoðadýrkan hinnar heiðnu Jessabelar var að verða öllu ráðandi í ísrael.. Það var eldr trúarinnar, sem tendraðist í hjarta hans, og trúin gjörði hann að hetju. Hann fékk þor og þrek, fyrir trúna. I drottins nafni kom hann, umkomulaus maðr, nærri því utan úr óbyggðum, og gekk fram fyrir konung þjóðarinnar og sagði: ,,Svo sannarlega sem drottinn, Israels guð, lifir, er eg stend frammi fyrir, þá skal á þessum missirum hvorki dögg né regn falla nema eg segi. “ Svo kom biðin og reynslutíminn meöan þessi orð voru að verða að uppfylling. Þegar liðin voru þrjú ár og sex mánuðir, stóð hann aítr frammi fyrir Akab og bað hann stefna ísraelslýð til Karmel. Það var fjall eða öllu heldr fjallgarðr hér um bil 12 mílur á lengd á skaga nokkrum, sem náði út í Miðjarðarhafið og var um 16 mílur í norðvestr frá Jesreel, þáverandu höfuðstað Ísraels-ríkis. Á þessu fjalli komu saman fulltrúar skurðgoða-dýrkunarinnar í landinu, 450 Baals prestar. Konungrinn og þjóðin drógu hennar taum, enda þótt þetta fólk haltraði að einhverju leyti til beggjæ hliða. Elías var einn. Óhræddr gekk hann að því verki, að sanna fyrir þessu fólki, að Jehóva sé heimsins sanni guð. Það varð að samkomulagi milli beggja flokkanna. að ölturu skyldi vera reist, annað handa Jehóva, hitt handa Baal, fórnardýr látin þar á, en enginn eldr lagðr að. Ef Baal kveikti í sinni fórn sjálfr, skyldi hann viðrkenndr guð; en ef Jehóva gjörði það, skyldi fólkið trúa á hann. Fram til miðdegis hrópuðu Baals prestar á goð sitt með hárri röddu, og þegar ekkert svar kom, tóku þeir til að rispa sig með hnífum og ölum, og ,,létu þeir sem óðir menn," en allt til einskis.

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.