Sameiningin

Årgang

Sameiningin - 01.08.1905, Side 13

Sameiningin - 01.08.1905, Side 13
93 Biblían öll frá fyrstu bók Mósesar til Opinberunarbókarinnar flytr kenninguna um upprunasyndina, ráðstöfun þá, er gu5 af náö sinni hefir gjört syndugum mönnum til sáluhjálpar fyrir friöþæging og meöalgöngu Jesú Krists, og endurfœöing- una fyrir heilagan anda. Dr. Eliot þverneitar œösta dómsvaldi biblíunnar og í- myndar sér, aö hinn kristni heimr gjöri þaö líka; en þar skjátl- ast honum. Þaö er auösætt, aö sjóndeildarhringr hans hefir oröiö all-þröngr fyrir sakir skoöana þeirra, er hann hefir inn í sig drukkið meö háskóla-menntan sinni. Hann stendr straum- um menntalífsins nær en hreyfingunum á svæöi trúarinnar; og sumir af oss, sem erum feðr hinna ungu nemenda viö Har- vard-skólann, gætum óskað, aö hann heföi látið vera aö tala um annað en það, sem hann hefir manna bezt vit á. Sökum stööu hans verða ummæli hans um almenn mól þung á met- um, það því fremr sem hann er svo vel máli farinn, og hinir ungu menn veita þeim viðtöku sem sannleikr væri; en er þeir lesa meira og betr, reka þeir sig á, aö hinn mikilsvirti há- skólastjóri þeirra hefir að eins verið að tala um hinn litla Unitara-heim, er hann hrœrist í, og er, sjálfum sér til mikillar ánœgju, allsendis ófróör um hinn margfalt stœrra heim, sem trúir því, að biblían sé hiö óskeikula orö guðs, og veitir Jesú Kristi tilbeiðslu. Þessi yfirlýsing háskólastjórans til stuönings þeim flokki Unítara, er lengst fer í vantrúnni, leiöir til þess, að hinn mikli háskóli fær það álit, aö þar sé fram fylgt miklu þrengri trúarskoðunum en vinir þeirrar menntastofnunar hafa gefið í skyn að gjört væri. Engu að síðr er mér það þó fagn- aðarefni, að sumir af kennurunum við Harvard eru mikluvíð- sýnni og frjálslyndari en forstööumaörinn, og aö and- rúmsloftiö í þeim háskóla er ekki eins gegnsýrt af vantrú eins og andinn í kapítula þeim, sem nú er um að rœða, virðist bera vott um. 2. ,,Allt drottnunarvald, sem menn áðr beygðu sig fyrir eins og að sjálfsögðu, hefir nú ‘ — heldr dr. Eliot áfram — ,,misst máttinn, í stjórnmálum, kirkjumálum, uppeldisfrœöi og í heimilislífinu. “ ,,Hvergi ber þó meir á rénan slíks gjörræðisvalds en á svæði heimilislífsins. “ Og þó ímyndar dr. Eliot sér, að ,,heimrinn hafi haft of

x

Sameiningin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.