Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.08.1905, Page 14

Sameiningin - 01.08.1905, Page 14
94 mikið af þesskonar valdi, en ekki nóg af kærleik og frelsi. “ JEg tel víst, að hann hafi í seinni tíð sannfœrzt um það, að glœpir eru óðum hjá oss að magnast. Allskonar lagabrot hafa rutt sér til rúms og orðið ofan á í öllum átturn landsins. Aftökustólnum rafmagnaða er sí og æ haldið heitum, og ald- rei verðr hlé á því verki, sem verið er að vinna í gálganum. Fangelsi vor og hegningarhús eru full, og óbótamennirnir ganga lausir um allt land, svo þúsundum skiftir. Hefir dr. Eliot komið til hugar, að sá algjöri skortr á lotning fyrir oeðra valdi, sem þetta ber vott um, á að miklu leyti rótsínaað rekja til þess, að menn trúa því nú ekki lengr, að biblían sé ,guðs orð, sem allir eigi að hlýða? A bak viö allt taumleysi, hvort sem það birtist á svæði siðferðis eða trúar eða stjórn- mála, stendr andi, sem enga lotning ber fyrir œðra valdi. 3. ,,A 19. öld hafa menn séð rísa upp nýja þekkingar- grein, sem nefnd er félagsfrœði“, segir dr. Eliot enn fremr. ,,En sú þekkingargrein hafnar kröfu einni, sem guðfrœðingar hafa lagt megin-áherzlu á f kenningarkerfi sínu, kröfu ein- staklingsins til persónulegrar frelsunar, kröfu, sem aðallega stjórnast af eigingirni, hvort sem hún snertir þennan heim eða ókominn heim. “ Þannig ætlast Eliot til, að félagsfrœðin ryðji guðfrœðinni burt. Hann virðist telja það meir áríðanda, að afstaða manna hvers við annan sé í réttu lagi, en afstaða þeirra við guð. Hann gleymir augsýnilega rökfœrslu Páls postula í bréfi hans til Rómverja, þar sem því er haldið fram, að réttlæti sé umíram allt rétt afstaða, og að Jesús Kristr hafi dáið á krossinum til þess að koma mönnunum, sem fyrirsynd- ina hafa orðið fráskildir, aftr í rétta afstöðu við guö. Þegar menn komast í rétta afstöðu við guð, verðr afleiðingin af því sú, að þeir komast í rétta afstöðu hver við annan. Guð- frœðin er því undirstaða hinnar beztu félagsfrœði. En þegar leitzat er við að hrinda guði út úr heiminum með þvíað kenna hverjum manni að annast náunga sína og þannig sem bezt bera umhyggju fyrir sjálfum ser, þá er það eigingirni í fágaðri mynd, sem einmitt fyrir þá sök er svo afar ísmeygileg og hættuleg að hún lítr svo vel út. 4. Dr. Eliot ber þessa spurning fram: ,,Hver áhrif mun hin mikla breyting, sem á 19. öldinni er orðin á opinberan og

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.