Sameiningin

Ukioqatigiit

Sameiningin - 01.08.1905, Qupperneq 15

Sameiningin - 01.08.1905, Qupperneq 15
95 trúmálum og á 20. öldinni hlýtr a8 breiðast enn meir út, hafa á skoðanir tveggja eöa þriggja nastu kynslóða viðvíkjandi persónu Jesú frá Nazaret og lífi hans hér?“ Síöan íer hann að tala u'm Jesúm blátt áfram sem um- bótamann með hinum háleitustu siðferðilegu hugsjónum. ,,Þar sem hann“ — segir Eliot — ,,kom fram á menntunarlausri öld, gat ekki farið hjá því, að honum væri launað með því ’að gjöra hann að guði, og minning hans fékk yfir sig hjúp hins yfirnáttúrlega á þeim fjórum eða fimm mannsöldrum, sem liðu áðr en guðspjallasögurnar komust í fast form. “ Vissu- lega hefir dr. Eliot ekki gefið sér tíma til að hugsa sig um, er hann iitaði þessi orð: ,,á menntunarlausri öld“ (in a bar- barous agé). Það var þrein hundruðum ára eftir Aristoteles, höfund hugsunarfrœði þeirrar, sein einmitt nú er verið að kenna í Harvard-háskólanum; þremhundruðum ára eftir Plató. sem margir telja mestan heimspeking á öllum tímum; þrem hundruðum ára eftir Sókrates, jafnoka þeirra Aristotelesar og Platós að vizku. Það var hin fræga upplýsingaröld, sem kennd er við Agústus keisara, sú öld, þá er Hóraz og Virgill orktu sín fögru ljóð, sem heimtað er að allir lesi til þess að geta útskrifazt frá Harvard, sú öld, þá er Síseró hélt roeður þær hinar glæsilegu og mælsku, scm ætlazt er til að háskólanem- endr allir lesi. Kannazt er nú við það af þeim, er forustu hafa meðal Unitara, að kirkjur þeirra sé að hverfa, en hins vegar hafa þeir það sér til huggunar, að þeir hafi fullnœgt verki köllunar sinnar, þar sem þeir hafi svo gegnsýrt prédikanina í öðrum kirkjudeildum með kenning sinni, að í raun og veru sé sú pré- dikan orðin í anda Unitara. En það, að að eins 74 þúsundir meðal milíóna þeirra í Ameríku, er kalla sig kristnar, eru Únitarar, sýnir, að hreyfing sú nýtr ekki almennings hylli; og ekki fæ eg séð, að forkólfar Únitara hafi ástœðu til aö gjöra mjög mikið úr því huggunarefni fyrir sig, að aðrar kirkjur hafi aðhyllzt kenningar þeirra, eins og þair staðhœfa; því sé það satt, þá hafa þær vissulega veitt því viðtöku, sem leyst hefir Únitara sundr og eytt þeim, og er naumast bróðurlegt að hlakka yfir því, að aðrir hafi fengið inn í sig það, sem hefir orðiö þeim sjálfum til svo mikils tjóns.

x

Sameiningin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.