Sameiningin

Årgang

Sameiningin - 01.01.1906, Side 3

Sameiningin - 01.01.1906, Side 3
IÓ3 hljomar ; þýzkt kvæöi í þýöing eftir V. B.J : eldri stúlkur. 16. Sólósöngr: grœnlenzk vögguljóö f„Hvaöan ber þig, barniö frítt ?“ í þýöing eftir Karolínu Dalmann) : lítil stúlka. 17. Kvöldvers („Nú fegg eg augun aftr“) sungiö af öllum. Aö ending var sungið „Drottinn blessi mig og mína“ úr Barna- sálmum V. B. — Samkoman var mjög fjölmenn og ánœgjuleg. í ávarpi forstöðumanns sd.skólans var á þaö bent, að pitt af því, sem allir ætti að læra í sd.skólanum, væri það að gcf-a — gefa örlátlega samkvæmt vilja guös í Jesú nafni. Umskifti. Um hásumar eöa meðan lengstr er sólargangr ber lítið eða ekki á redmleik—samkvæmt gömlu íslenzku þjóðtrúnni. Svo var það forðum í Forsœludal eftir að Glámr var tekinn að ganga aftr. Frá því á vordögum létti þeim ófögnuði. Enn er haust- aði að, tóku reimleikar aö vaxa. Aö sínu leyti alveg eins hefir það á síðasta ári verið i Reykjavik að því er snertir andatrúar-umbrotin, sem svo miklar æfintýrasögur fóru af í fyrra vetr. Þau ólæti hjöðnuðu greinilega með vorinu og virt- ust alveg ætla að deyja út. „Fjallkonan“, aðal-málgagn þeirra nýmæla, hreyfði ekki hið minnsta við „vísindunum“ alla sumar- mánuðina. En er liöið var fram á haust, fór hún að nýju að fœr- ast í aukana og láta til sín heyra á líkan hátt og áðr, og siðan hefir sá kynjakraftr smásaman veriö aö magnast þar. Með seinasta pósti sendir vinr vor, hr. Einar Hjörleifsson, ritstjóri „Fjallkonunnar“, oss beinlínis persónulega „sending" í blaði sínu. Þaö á aö vera til þess að kvitta fyrir kirkjuþings- fyrirlestrinn frá síðasta sumri, sem nefndr var „Helgi hinn magri“ og prentaör var í „Áramótum“. Ritstjóri „Sameining- arinnar“ hefir svo oft áðr hlotið hlý og virðingarfull viörkenn- ingarorð af hálfu hr. Einars Hjörleifssonar og að mörgu öðru leyti notið vinsemdar hans, að hann ætti að geta staðið sig við það, þótt hann nú úr þeirri átt fái slíka ádrepu — svona til af- brigða frá því, sem hann jafnaðarlega hefir átt að venjast. Meö því, sem hr.E.H. hefir í þeirri grein sinni út úr sér látið, haggar hann ekki neitt hiö minnsta röksemdum vorum í áminnztum fyrirlestri fyrir hálf-kristindómi þjóðar vorrar á yfirstandandi tíð eða fyrir því, að eina óyggjanda ráðið til þess að fá þann

x

Sameiningin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.