Lífið - 01.01.1939, Page 24
22
LIFIÐ
því að veraldlega valdið var mjög tómlátt í galdra-
ófsóknunum. Þetta féll andlega valdinu illa, og nú
reið lífið á að taka málið öðrum tökum.
Árið 1484 sendi Innocentius VIII. út páfabulluna
alræmdu, Sunynis desiderantes. í þessu brjálaða
málskjali, sem að ýmsu leyti minnir mjög átak-
anlega á munnsöfnuð Adolfs Hitlers um Gyðing-
ana, marxistana og syfilistana, kemst hans páfa-
legi heilagleiki meðal annars svo að orði:
,,Það hefir ekki valdið oss lítillar áhyggju, að
vér höfum nýlega komist að raun um, að í bæjum
og sveitaþorpum og víða annars staðar í Suður-
Þýzkalandi og í mörgum öðrum héruðum, eru per-
sónur af báðum kynjum, sem, án þess að hugsa
um andlega velferð sína, yfirgefa hina sönnu trú,
hafa holdlegt samræði með djöfullegum incubos
og succubos (þ. e. illum öndum karlkyns og kven-
kyns), með galdrabrögðum fyrir hjálp djöfulsins
tortíma, eyðileggja og fyrirgirða bamsburð kon-
unnar, afkvæmi. dýranna, gróður jarðarinnar, vín-
brekkurnar, dmgurnar og ávöxt trjánna og kvelja
menn, konur og dýr með áköfum innvortis- og
útvortis-sársauka, sem nær að hindra mennina frá
að geta börn, konurnar frá að fæða og bæði frá
að iðka hjónabandsskyldur sínar“.
Þessu næst skipar páfinn tvo svartmunka galdra-
'dómara í Norður- og Suður-Þýzkalandi, þá Hein-
lich Institor og Jakob Sprenger, og felur þeim að
leita uppi, refsa og útrýma öllum þeim galdranorn-
um og fjölkyngisseggjum, sem þeir geti til náð á
þessu svæði. Skyldu þeir hafa ótakmarkað vald