Lífið - 01.01.1939, Page 228
226
LÍFIÐ
speare önnu Hathaway, sem var bóndadóttir úr
næsta þorpi. — Hún var 8 árum eldri en hann. Lík-
ur eru til, að ættmenn hennar hafi þröngvað S. til
að giftast henni, þar sem hún var barnshafandi. —
Hálfu ári eftir brúðkaupið ól hún honum dóttur,
sem nefnd var Susanna. — Þrem árum síðar eign-
uðust þau tvíbura. — Soninn Hammet, og dóttur-
ina Judith.
Hjónaband S. og Önnu Hathaway hefur ekki ver-
ið hamingjusamt, og árið 1587 hverfur hann á brott
úr fæðingarbæ sínum, og fer til Lundúna. Varla
mun það þó hafa verið ásetningur hans, að yfirgefa
fjölskyldu sína fyrir fullt og allt. — En það hafa
iitlir möguleikar verið fyrir því, að hann gæti staðið
straum af henni í Stratford, og hefur hann því viljx
að leita sér atvinnu í stórborginni, sem ef til vill
gæfi meira til framfærslu fjölskyldunni, ef til vill
hefur hann líka verið neyddur til að flýja héraðið,
sökum þess, að hann átti í sífelldum skærum á þess-
um árum við landeiganda einn, út úr veiðiþjófnaði,
sem S. var sakaður um, og sem hann virðist ekki
hafa getað hreinsað sig af. (Skopkvæðaflokkur er
til um þennan Sir Thomas Luci, — hann er þó ekki
talinn að vera eftir S. — en hitt er fullsannað, að
með leikpersónunni Justice Shallow, í gleðileikn-
um: ,,The merry wi.ves of Windsor, — sé S. að skop-
ast að þessum áleitna óvini sínum).
Á hinn bóginn virðist það ekki undarlegt, þó að S.
hafi fýst að komast burt úr fátæktinni og smábæj-
arbragnum í Stratford, til að geta notið hins fjöl-
breytta Lundúnalífs, með öllum þeim mörgu tæki-