Lífið - 01.01.1939, Page 391
LÍFIÐ
389
byrjaði smátt, með einum manni, og síðar tveim-
ur. Hópnum smáfjölgaði, eftir 1922, þó aðeins hægt
og hægt, þar til Framsóknarstjórnin tók við völdum
seint á árinu 1927. Þá um áramótin 1928 var nokkr-
um mönnum bætt við, og hefir tollgæslumönnum
verið síðan fjölgað. þegar þörf þótti á, vegna aukins
starfa. Tollgæslan hefir orðið víðtækari með ári
hverju, og henni hefir verið falin gæsla ýmsra nýrri
laga og fyrirmæla, mest í sambandi við gjaldeyris
og heilbrigðiseftirlitið í landinu. Samtals vinna nú
beint við tollgæsluna í Reykjavík um 20 manns, að
meðtöldum yfirtollverði og mótorista. Fyrst framan
af var útbúnaður sá, sem tollgæslan hafði við að
búa, bæði frumlegur og lítt merkilegur. Leigður
var endi í gömlu, lágu og fúnu pakkhúsi við höfnina
og lagað þannig til, að nothæft þótti. í raun og veru
var þetta húsnæði aldrei nothæft, og það allra síst
fyrir lifandi menn, þar sem það, í viðbót við að vera
bæði dimt og þröngt, var fult af rottum og ryki. Á
síðari árum hefir þetta mjög breyst til batnaðar, og
ekki síst er flutt var í hið mikla hús hafnarinnar í
Reykjavík. Þar fékk tollgæslan allgóð húsakynni:
varðstofu, skrifstofu og vörugeymslu, sem mikil þörf
var orðin á. Varðstofan er notuð sem aðalbækistöð
tollvarðanna, þegar þeir eru ekki að störfum útivið;
ÍÞar er sími og fleira, skjöl og skilríki geymd, og
annað það, er skofnunina varðar. Um skrifstofuna,
afgreiðsluna fara allar þær vörur, sem athuga þarf
og greiða ber toll af, og ekki tilheyra beint farmi
skipanna, en vörugeymslan er notuð fyrir: í fyrsta
lagi allar þær vörur, sem farþegar og siglingamenn