Lífið - 01.01.1939, Page 227
LIFIÐ
225
hann hefur getað lesið verk forn-rómversku höfund-
anna Ovids og Seneca á frummálinu.
Hinn hálærði samtíðarmaður Shakespeares, —
leikarinn og leikritaskáldið Ben Jónson, tekur svo
til orða um S., að hann kunni allmikið í latínu og
grísku. Og þegar honum farast þannig orð, er full
ástæða til að ætla, að hann hafi staðið þeirra tíma
stúdentum fyllilega á sporði, í þessum tungumálum.
Þegar Shakespeare er á 13. og 14. ári fara efnin
að ganga af föður hans. Árið 1586 gat hann ekki
lengur greitt sín opinberu gjöld. Um sama leyti fer
hann úr bæjarráðinu, og skömmu síðar lendir
hann í skuldafangelsi. Sennilegt er, að um þetta
leyti hafi William verið tekinn úr latínuskólanum,
og látinn stunda ódýi'ara nám.
Annai*s er engin áreiðanleg vitneskja til um líf
S. á þessum árum, sem nú fara í hönd. — Af heim-
ildunum, sem eru hvorttveggja í senn, fáar og ó-
ljósar, má þó di'aga það, að eftir að faðir hans varð
efnalaus, — eða frá 14 ára aldiú, og fram undir
tvítugsaldur, hefur S. oi'ðið að fara margs á mis, —
og að sjálfsögðu notið ófullkominnar kennslu, eft-
ix' að hann fór úr latínuskólanum.
En líkur eru til þess, að jafnframt því, sem hann
stundaði ýmislega vinnu, hafi hann lesið mikið, bæði
af frönskum, grískum og latneskum ritum. Þannig
hefur því dvöl hans í latínuskólanum, og sú tungu-
^nálakennsla sem hann naut þai', komið honum að
-gbðu haldi.
Ái*ið 1582 — 18 ái’a gamall, — kvæntist Shake-
LífiS IV. árg.
15