Lífið - 01.01.1939, Page 243
lífið
241
ernistilfinning var allra sterkust, eftir sigurinn við
Spán.
Hið fyrsta af þessum leikritum er Hinrik VI.
Það er í þrem hlutum, og er hver þejrra sjálfstætt
ieikrit. Sem áframhald af þessu risaverki, skrifar
S. svo sorgarleikinn Richard III. — í þessu skáld-
verki um metnaðargirnina, sem vægðarlaust not-
ar öll hugsanleg ráð, leyfileg og óleyfileg, til að
ná settu marki, — er samanþjappaður þróttur og
stefnufesta, sem hvergi á sinn líka í hinum fyrri
leikritum hans. (Þó gætir áhriíanna frá Marlowe,
ennþá víða í þessum leik, einkum koma þau skýr-
ast fram, í atriðinu milli Richards og Önnu í
fyrsta atriði fyrsta þáttar).
Á öðru tímabilinu, — eða á árunum 1595—
1600, stendur skáldskapur S. með mestum blóma.
•— Þá skrifar hann aðallega gleðileiki, sem eru
brungnir af rólegri glaðværð, og hugarró, — þó
að stundum skjóti alvaran upp höfðinu, eins og
!• d. í leiknum Jóhann konungur, sem er fyrsta
verk hans á þessum árum. — Þann leik samdi S.
uPp úr gömlu riti harla ómerkilegu, eftir óþekktan
höfund, og er þetta best sönnun þess, hvernig
-^ann skrifaði um lítilfjörlegar ritsmíðar, og gerði
Ur þeim óviðjafnanleg listaverk. — í þessum leik
' Jóhanni konungi — eru margar afburðagóðar
°g skýrt mótaðar persónur, — einkum verður
Pianni minnisstæður litli einstæðings konungsson-
Urinn, ofsótti, og atriðið milli hans, og gamla göf-
u&a hirðmannsins Huberts, sem hefur konunglega
skipun um að tortíma þessum erfðaprinsi, eða að
IV. árg. 16