Lífið - 01.01.1939, Page 111
109
LÍFIÐ
asar, sem þektu hina 5 reglulegu líkami, hugkvæmd-
ist það nefnilega að leggja þá til grundvallar hug-
myndum sínum um efnisheiminn. Loftið var mynd-
að úr reglulegum áttflötungum (oktaedrum), vatn-
ið úr reglulegum 20-flötungum (ikosaedrum), eld-
urinn úr tetraedrum (reglulegum fjórflötungum),
jörðin úr reglulegum 6-flötungum, (heksaedrum).
Heglulegi 12-flötungurinn (dodekaetrið) var þeim
tákn alls efnis, sem er og felur í sér loft, vatn, eld
og jörð, þ. e. höfuðskepnurnar fjórar, sem margir
ttunu kannast við. Höfuðskepnunum var síðan skip-
að í öndvegissess af Aristoteles og lærisveinum
hans, enda þótt komnar væru fram hinar stórmerki-
legu kenningar Anaxagorasar og Demokritosar. An-
axagoras segir, að það sé misskilningur, ef nokkur
haldi, að efrii geti tortímst eða breyst. Breytingarn-
ar í efnisheiminum orsakast af sameiningu og að-
greiningu og gagnkvæmum áhrifuni milli efnanna
innbyrðis. Allir hlutir eru — segir hann — bygðir
hr ósýnilegum smáögnum, óendanlega mörgum, sem
eru hver annari ólíkar að lit, lögun, bragði o. s. frv.
í upphafi voru þessar agnir í óreglulegum hrærigraut
(kaos), uns andinn kom skipun á efnisheiminn, svo
uð um hann gilda ákveðin lögmál. Demokritos hélt
Því fram (líkt og Anaxagoras), að heimurinn væri
gerður úr tómu rúmi og óendanlega mörgum ósýni-
legum, óskiptanlegum og óforgengilegum smáögnum,
sem hann kallaði atóm (atóm er grískt orð og þýðir
°skiptanlegur) , sem eru ólík að lögun. Þegar atóm
sameinast, myndast efni, en þegar þau aðskiljast,
hlofna efni í sundur. Breytingar í efnisheiminum eru