Lífið - 01.01.1939, Page 136
134
LÍFIÐ
ég get skynjað það samt. Ef ég legg fingurgóm á
pennann finst mér penninn vera kaldur; en ef ein-
hver, sem kæmi inn úr kulda og væri mjög kalt á
höndunum, snerti pennann, myndi honum finnast
penninn vera volgur (enda er hann sennilega ná-
lægt 20° heitur). Að mér finst penninn kaldur, þýð-
ir í raun og veru það, að mólekúlin í pennanum
hreyfast hægar en mólekúlin í fingurgómum mín-
um; en hinsvegar finst þeim, sem kalt er á hönd-
unum, penninn volgur, vegna þess að mólekúlin í
pennanum mínum hreyfast hraðara en í fingur-
gómum hans. Því meiri hraði, sem er á mólekúlum
einhvers hlutar, því heitari finst okkur hann við-
komu. Þar, sem mólekúlin í föstum efnum liggja
hér um bil hvort upp að öðru, eru hreyfingar þeirra
auðvitað mjög takmarkaðar. Hver ögn iðar bara
á sínum stað, líkt og krakkar iða í sætum sínum
á kvikmyndasýningu. í vökvum liggja mólekúlin
einnig hvort upp að öðru, en þau eru ekki bundin
hvert við sitt tölusetta sæti, eins og bíógestir, held-
ur getur hvert þeirra, sem er, smeygt sér fram á
milli hinna, líkt og dansendur geta með lagi valsað
um alt gólfið í danssalnum, þótt varla sjáist í gólfið
fyrir fjöldanum. í lofttegundum eru bilin milli
mólekúlanna, til jafnaðar, 10—20 sinnum stærri en
þvermál mólekúlanna sjálfra. Hreyfingar þeirra eru
því algerlega frjálsar, enda eru þauásífeldrihreyf-
ingu hvort innan um annað (nú til hægri, nú til
vinstri, nú upp í loftið). Til þess að fá réttar hug-
myndir um grundvallarhugtök varmafræðinnar, er
óhjákvæmilegt að minnast á vinnu og orku. Það er