Lífið - 01.01.1939, Page 30
28
LÍFIÐ
því að menn voru bornir galdri fyrir alt, sem nöfn-
um tjáir að nefna. Kæmi fyrir óvænt atvik eða
vofeiflegir atburðir, t. d. eins og það, að elsneisti
hrykki upp í andlit á eldabusku, að smjörið mis-
hepnaðist í strokknum, að m(aður eða gripur sýkt-
ist, að skyndilega skall á hvassviðri, sem olli ein-
hverju tjóni, þá var það oft talið stafa af gerning-
um og menn tóku að svipast um eftir gerninga-
manninum. Ef menn voru eitthvað einkennilegir í
útliti eða öðruvísi en alment gerist í hátterni, gátu
þeir búist við að verða þá og þegar sakaðir um
galdur. Ef ilt orð lék á mönnum, ef þeir áttu óvini,
ef þeir voru í ætt við galdramenn eða galdrakon-
ur, sem brend höfðu verið, þá áttu þeir á hættu að
vera bornir galdri. Sama átti sér stað, ef mienn voru
óvenjulega lærðir, ef þeir auðguðust fljótt, ef þeir
voru hepnir við lækningar. Ef menn sóttu sjaldan
tíðir, þá var það talið vitni um galdrakurináttu.
Hins vegar var líka hættúlegt að þykjast vera mjög“
trúaður, því að það var tekið svo, að með því
vildu menn firra sig galdragrun. Ef menn voru
mjög óttaslegnir, þegar þeir voru teknir fastir, þá
'þótti það benda á vonda samvizku. En aftur á
móti var talið, að djöfullinn hefði hert þá, sem
engan bilbug létu á sér finna.
Það er ráðgáta, sem ekki er enn þá nægilega
leyst, að erlendis voru miklu fleiri konur en karlar
bornar galdri. Hér á landi voru flest fórnarlömb
galdraofsóknanna aftur á móti karlmenn. Þess má
geta, að í Galdrahamrinum var konan talin „ófull-.
komið og vont dýr“. Það voru einkum aldraðar