Lífið - 01.01.1939, Page 387
LÍFIÐ
385
«r enginn hégómi, þó sumir haldi að svo sé, því allt-
er meira og minna af örsmáum sárum á húðinni,
eftir að menn hafa rakað sig, og er aldrei hægt að
vita, hvað úr þeim getur orðið, ef illkynjaðar sótt-
kveikjur komast í þau. Mönnum ber að hirða vel
rakvél sína eða rakhníf, verja þau ryði, og vera um
fram allt hreinir um hendurnar við raksturinn.
Er menn hafa rakað sig, er best að byrja á
heimaæfingum, eða, ef ástæður leyfa, láta nudda
sig, en það verður að vera gert af manni sem kann.
Sé það gert, sem ég líka tel að sé það allra besta,
er best að byrja á því strax, taka þar næst bað, og
gera síðan nokkrar léttar æfingar, er maður hefir
þerrað líkama sinn; að því búnu klæða sig. Um
klæðnaðinn mætti rita langt mál frá heilsufræði-
legu sjónarmiði, en út í það fer ég ekki, aðeins skal
ég minna á, að hafa oft nærfata- og sokkaskipti, og
gleyma ekki að skipta um skó um leið.
Næst er árbíturinn. Hann ætti að vera hafra-
grautur og mjólk eða soðið vatn með sítrónum,
kakaó, mjólk eða súkkulaði og smurt brauð með.
Ein appelsína eða epli getur sérstaklega nægt fólki,
er stundar létta vinnu og hefir tilhneigingu til að
fitna um of. Að máltíð lokinni bursta menn tenn-
urnar. Gera skal það upp úr tannsápu og gæta þess
að bursta alltaf frá tannholdinu; ef fast er burstað
móti tannrótinni, getur tannholdið hæglega losnað
lítið eitt frá henni og sóttkveikjur fengið á þann
hátt auðveldari aðgang að tönninni en ella, og
væri þá betur óburstuð. Nú tel ég lokið morgun-
hreingerningu líkamans. Skal svo tekið til starfa.
LífiS IV. úrg. 25