Sameiningin - 01.04.1950, Blaðsíða 4
34
Sameiningin
Fullvissan um framhaldandi líf, sem páskaboðskapurinn
færir, umvefur hina jarðnesku tilveru í nýju ljósi, gefur
lífinu hér á jörð nýja þýðingu og aukna fegurð. Á æsku-
árum, þegar alt leikur í lyndi og lífið brosir við, finnur
einstaklingurinn ekki mikla þörf á þessum boðskap, sálin.
er ekki opin fyrir gildi hans. En þegar reynsludagar fjölga
og sorgir og sjúkdómar dynja yfir, þegar gröf ástvina er
opin og einstaklingurinn stendur örmagna, þá þráir sálin
þessa einu von — þessa fullvissu sem upprisa Jesú gefur
um framhaldslíf jarðarbarna.
Læknir nokkur, sem starfaði á sjúkrahúsi þar sem aftur-
komnir hermenn dvöldu, segir svo frá: „Það var páskadags-
morgun, öllum þeim sjúklingum er gátu var boðið að koma
til morgunguðsþjónustu inn í aðalsal sjúkrahússins. — Mín
fyrsta hugsun var sú, skyldu margir þeirra kæra sig um
að fara þangað? Ég hafði alla æfi hlustað á páskaboðskap-
inn án þess að hann snerti mig hið minsta, og nú fanst mér
eftir allar hörmungarnar og þjáningarnar, sem ég hafði ver-
ið áhorfandi að, í stríðinu og eftir það, að hjarta mitt vera
orðið hart sem steinn. Það vakti mikla undrun hjá mér
að sjá hve feginsamlega sjúklingarnir tóku þessu boði. Allir
reyndu að komast til guðsþjónustunnar ■— í hjólastólum —
á hækjum •— haltrandi við staf — aðrir studdir á báðar
hliðar, héldu eftir ganginum inn í salinn.
Ég tók mér sæti aftast í salnum og hafði þá tilfinningu
að ég væri þar sem áhorfandi. Páskaguðspjallið var lesið.
Hinir fögru páskasálmar voru sungnir, ásjónur sjúkling-
anna virtust uppljómaðar af nýrri von er þeir sungu með
viðkvæmni en þó með undrakrafti. Ræða prestsins var stutt
en fögur, bænirnar snertu hin undirdjúp sálarinnar. Fleiri
sálmar voru sungnir og þessir menn með limlesta líkami,
margir þeirra meira og minna þjáðir, virtust gleyma sinni
eigin eymd. Þeir virtust gleyma því að þetta líf gæti ekki
fært þeim neitt annað en sársauka og þjáningar. — En ég,
bætti læknirinn við, „ég gekk þögull út úr salnum og þakk-
aði guði fyrir kraft þessa boðskapar um leið og ég í hljóði
bað Guð að hjálpa mér vantrúuðum og veikum þjóni“.
Við frásögn læknisins vildi ég bæta því að þessum mönn-
um hafði auðnast sú mikla gæfa að skilja boðskap upprisu-
hátíðarinnar. Gegnum þjáningar og einstæðingsskap höfðu
augu þeirra opnast. Þeir skildu þann sannleika að lífið á