Sameiningin - 01.04.1950, Blaðsíða 6
36
Sameiningin
Ævaforn Gamla testamentis
handrit fundin
Um haustið 1947 hélt geitahirðir nokkur hjörð sinni á
beit í óbygðinni norðaustur af Dauðahafi, ekki langt suður
frá Jeríkó. Honum varð vant einnar geitar og fór að leita
hennar vestur í hlíðardrögunum. Kom hann þá auga á lítið,
kringlótt hellisop í klettunum fyrir ofan sig. Hann klifraði
upp og sá, að hellirinn myndi vera djúpur. — Hann kastaði
inn steini til þess að kanna hann. Þá heyrði hann brothljóð,
og hnykkti við og hafði sig á burt. Skömmu síðar fór hann
aftur upp að munnanum og hafði þá vin sinn með sér.
Þeir skriðu inn um opið og komu auga á stór ker á hellis-
gólfinu. Eitt þeirra var nýbrotið, og umhverfis lágu gömul
brot, en sum kerin voru heil.
Þeir félagar hugðu, að þar myndi geymt gull og silfur
og flýttu sér að athuga innihaldið. Það var þá bókfell vafið
upp, og skrifað á letur, sem þeir þekktu ekki. Þeir höfðu
út með sér 8 roðla eða bókrollur og skiptu þeim jafnt á
milli sín. Annar þeirra kom sínum 4 til Hebreska háskólans
í Jerúsalem, en hinn sínum til Markúsarklaustursins sýr-
lenzka þar í borginni. Þaðan komust þeir rcðlarnir til
Vesturheims, og með nokkurri leynd. Þar hafa þeir síðan
verið rannsakaðir eins og aðrar fornleifar frá Austurlönd-
um og teknar af þeim ljósmyndir.
Um þessar rannsóknir var lengi hljótt. En fvrstu fregnir,
sem bárust út um heiminn, voru á þá leið, að þetta væru
elztu Gamla testamentis handritin, sem fundizt hefðu, rituð
á hebreska tungu. Á Gyðingalandi sjálfu var lítið aðhafzt.
Olli því innanlandsófriðurinn. Og ekki hafði öðrum en
munkunum í Markúsarklaustri verið sagt frá því, hvar forn-
leifahellirinn var.
Þegar um hægðist þar í landi, var hafin leit að hellin-
um, og tókst að finna hann aftur í febrúarmánuði síðastliðn-
um. í marz var byrjað á fornminjarannsóknum og grefti, og
stóðu að þeim Biblíufræðingar og fornfræðingar.
Merkasti roðullinn af þeim 8, sem fundizt höfðu, var