Sameiningin - 01.04.1950, Blaðsíða 9
Sameiningin
39
lífsins landa sem þeim er heitið, er elska Guð, hann á nýja
spámanns, og hann fletti sundur bókinni og fann staðinn
þar sem ritað var: „Andi Drottins er yfir mér, af því að
hann hefir smurt mig til að flytja fátækum gleðilegan boð-
skap“.
Allir, sem Biblíurannsóknum unna, fagna mjög þessum
fornleifafundi. Hann markar stórt og merkilegt spor í sögu
rannsóknanna. Á. G.
(Kirkjuritið)
______________-t-____________
Sú þjóð getur iifað, sern trúir ó iífið
Séra Halldór Kolbeins flutti prédikun 6. ágúst 1949 á
þjóðhátíð Vestmannaeyinga. Ræðu sína nefnir hann Hug-
sjónir hámenningar. — Eftirfarandi er kafli úr ræðunni:
Vér vitum öll, hvernig jarðbundin hugsun, meira að
segja, þó hún sé mótuð af kærleika í viðskiptum manna og
sambúð, fær aldrei fullsvalað lífsþorsta göfugustu manna.
— Jarðbundnar vísindarannsóknir hafa á vorum tímum
svo blindað hugi eigi fárra manna, að fyrir þeirra augum
er þessi jörð og það, sem henni tilheyrir allt, sem skiptir
máli, í mannlífi. — Ýmsir menntamenn íslenzkir hafa reynt
það böl, sem af þessari blindu stafar og sumir lýst þeim
fögnuði ,sem fyllir hjartað, er aftur birtir af degi sannleik-
ans. Einn í þeirra hópi er skáldið Einar Kvaran. Hann var
hinn mikli spyrjandi og leitandi og sá aðeins myrkur fyrir
augun, ef öllu væri lokið við aðkomu dauðans.
En fyrir rannsókn og raunsæja hugsun, gekk hann úr
skugga um, að sá lifir í blekking, sem hugsar að jarðlífið sé
allt. Og þegar honum birtist ljósið hrópaði sál hans fagn-
andi:.
Þín náðin Drottinn nóg mér er,
því nýja veröld gafstu mér.
I þinni birtu hún brosir öll,
í bláma sé ég lífsins fjöll.----
Lífsins fjöll eru hin himnesku sólarlönd eilífrar tilveru
Og sá, er lifir í vitund um þá hina miklu sigurgöngu til