Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.04.1950, Blaðsíða 5

Sameiningin - 01.04.1950, Blaðsíða 5
Sameiningin 35 þessari jörð er aðeins sem augnablik þegar það er borið saman við eilífðina. Vonleysið, óréttlætið og hörmungarnar sem þeir höfðu þolað hurfu á bak við fullvissuna um hið eilífa framhald lífsins. Sú fullvissa gaf þeim og þúsundum annara manna hugrekki til þess að lifa. Mætti hver kristinn einstaklingur eignast þessa fullvissu. Mætti kraftur upp- risuboðskaparins streyma í sálir þeirra og gera þá að nýjum mönnum, — gera þá að sigurvegurum yfir öllu því sem reynst hefir þeim fjötur um fót. Fullvissan um sigur Jesú Krists gefur sigur í sál og gefur nýtt þrek til að þeir verði betri menn og traustari lærisveinar Jesú Krists. ______________*______________ Sá finnur, er leitar (Matt. 7:8) Systur tvær áttu bæ sinn undir fjallshlíð. Þeim var sagt, að fegursta blómið, sem fyndist í landinu væri í laut einni í hlíðinni fyrir ofan bæinn þeirra, nokkuð langt í fjarska. Einn morgun lögðu þær af stað að leita blómsins. Þær höfðu gengið upp í mitt fjallið og fundu hvergi lautina með feg- ursta blóminu, degi hallaði að kvöldi og önnur systirin hvarf heim til sín. En hin heldur lengra upp eftir fjallinu og gengur fram og aftur yfir brekkur og lautir og biður: Drottinn minn og Guð minn, hjálpaðu mér að finna fegursta blómið. Nú er orðið aldimmt. Það blæðir úr fótum meyjar- innar. Hún er nálega komin að fjallsbrún. Hún verður að neyta allrar orku, seinustu krafta. Rétt þegar hún er að hníga niður sér hún yndisfagurt blóm, sem ilmar og ljómar, svo að bjart er eins og um hádag, og þó var nærri hánætti. Hvað gjörði það nú til þó að dagur væri kominn að kvöldi og kraftar að þrotum? Hvað mundi það hafa gjört, þó að líf hennar væri við lokin? — Hún hafði fundið fegursta blómið, sem til var á jörðunni, blóm ódauðleikans, sem heit- ir eilífur kærleikur. Með þessu dæmi reynum vér að skýra, að rétt leit er sú leit, sem er lífsstefna og ævilöng þjónusta. En sérhver, sem sér fegursta blómið á fjalli leitandans, horfir hvenær sem er á mót sólarupprás í landi ódauðleik- ans. Og sá, sem hefir fundið það blóm, hefir fundið Guð. Hugsaðu því um Guð og leitaðu að Guði. Halldór Kolbeins — (LINDIN)

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.