Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.04.1950, Blaðsíða 7

Sameiningin - 01.04.1950, Blaðsíða 7
Sameiningin 37 spádómsbók Jesaja. Hann er nær sjö metrar á lengd og óskemmdur að kalla. Annar var skýringar yfir rit Haba- kúks. Þriðji apokrýf bók, sem menn þekktu ekki áður, og hefir verið nefnd Stríð ljóssins barna við börn myrkursins. Þá voru sálmabók, helgisiðabók fyrir sértrúarflokk Gyð- inga, sem menn vissu ekki um áður, Enoksbók og síðasti bókarhluti Jesaja. En um aldur handritanna greindi fræði- mennina á. Töldu sumir þau ekki geta verið eldri en frá 12. öld e. Kr., en aðrir, að þau væru mjög forn, þótt óvíst væri, hvort þau væru skrifuð fyrir eða eftir Krists burð. Rannsóknirnar á hellinum skáru nú úr um þetta. Þrátt fyrir ýmsa erfiðleika urðu þær mjög nákvæmar. Allur hell- irinn var hreinsaður innan með fingrunum eða pennahníf- um. Fundust þá mörg hundruð slitur af handritum eða tætlur. Á sumum var aðeins einn stafur, en á öðrum nokkr- ar málsgreinar. Er nú verið að reyna að raða þessum snepl- um saman í vinnustofu í British Museum, þannig að fáist samfellt lesmál. Er það hin mesta eljanraun, ekki sízt fyrir það, hve fast bókfellsblöðin hafa límzt saman. Auk handritanna hefir fundizt allmikið af dúkum, senni- lega líndúkum. Ennfremur hefir kerabrotunum verið safn- að saman. Hefir þá komið í ljós við nákvæma athugun, að brotizt hefir verið inn í hellirinn áður og mörgu spillt á rómverska tímabilinu, enda segir Orignes kirkjufaðir frá því, að á stjórnarárum Caracalla, um 217 e. Kr., hafi fundizt roðlar af Gamla testamentis ritum vafðir í lín og varðveitt- ir í kerum í grennd við Jeríkó. Kerin hafa upphaflega verið a. m. k. 40 að tölu og hvert um 60 sentimetra á hæð, en 25 í þvermál. Hefir verið hægt að geyma 5 eða 6 roðla í hverju, svo að alls má gjöra ráð fyrir, að þeir hafi ekki verið færri en 200 í hellinum. Skálar eða lok hafi verið fest yfir kerin með líni og roðlarnir hver og einn vafðir í líni til þess að verja þá fyrir skordýrum og áhrifum loftsins. Kerin, lokin og tveir lampar eru frá hellenska tímabil- inu, á ofanverðri 2. öld f. Kr. En brot úr 2 lömpum og suðu- pottur eru frá rómverska tímabilinu, þeim tíma, er brotizt var inn í hellinn. Þannig mun það allt, sem upphaflega var fólgið í hellinum, vera frá einu og sama tímabili, bókfellið eitthvað eldra en umbúðirnar. Hefir því verið komið undan þangað á óeirðartímum, öld Makkabeanna.

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.