Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.04.1950, Blaðsíða 14

Sameiningin - 01.04.1950, Blaðsíða 14
44 Sameiningin Minningabrot um látin merkishjón Ásgrím Ásgrímsson Hallsson frá Geldingaholti í Skagafirði, og Sigríði Jónsdóíiur frá Veðrará í Önundarfirði Ofangreindra hjóna skal hér minnst með nokkrum orð- um. Áratugur er nú hjáliðinn síðan þau féllu í val, og mér vitanlega hefir ekki verið um þau ritað. Ekki er þetta nein æfisaga í venjulegri merkingu; til þess skortir mig ýmsar nauðsynlegar upplýsingar. Þessar línur eru aðeins tilraun til að lýsa áberandi einkennum þeirra og lífsbaráttu, um leið og þetta er lítið brot hinnar miklu og enn lítt rituðu sögu fólks vors hér í Vesturálfu. — Ásgrímur Ásgrímsson var af Skagfirzkum ættum kom- inn, sonur Ásgríms Hallssonar í Geldingaholti í Skagafirði og Júlíönu konu hans. Nánir föðurfrændur hans voru séra Jón Hallsson, síðast prestur og prófastur í Glaumbæ, og Hallur Ásgrímsson er á Grænlandi dvaldi um hríð. Bróðir Ásgríms er lifði og dó á íslandi var Júliníus faðir Júliníusar skipstjóra, er síðast um langt árabil var skipstjóri á Brúar- fossi. Tvö systkini Ásgríms, Jósafat og Helga, komu vestur um haf; bjó Jósafat um langa hríð í Manchester í Washing- ton ríki. Þau eru nú bæði látin fyrir nokkrum árum. Ungþroska flutti Ásgrímur úr æskuhéraði sínu til Isa- fjarðar og settist þar að. Þar lærði hann skósmíði hiá Birni Kristjánssyni (er síðar var kaupmaður í Reykjavík og þjóð- kunnur framkvæmdamaður). Björn reyndist honum vel, og taldi Ásgrímur hann jafnan velgjörðamann sinn. Hjá Birni lærði Ásgrímur einnig undirstöðuatriði söngfræðinnar og orgelspil, er hann æfilangt tíðkaði og hafði mikið yndi af, var hann maður mjög sönghneigður og hafði ósegjanlegt yndi af hljóðfæraslætti og söng. Sum af börnum hans erfðu þá hæfileika af honum. Á ísafirði giftist Ásgrímur Sigríði Jónsdóttur frá Veðrará í Önundarfirði. Hún var dóttir Jóns Halldórssonar bónda á Innri-Veðrará, móðir Sigríðar en kona Jóns hygg ég að héti

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.