Sameiningin - 01.04.1950, Blaðsíða 12
42
Sameiningin
Spásagnir
Spásagnir heilagrar ritningar ásamt mörgu öðru bera
vott um heilagan uppruna hennar. Tökum til dæmis spá-
dóm Esekiel spámanns um Týrusborg:
Fyrir því segir Guð Drottinn á þessa leið. „Sjá, ég skal
finna þig Týrus, ég skal leiða í móti þér margar þjóðir, eins
og þegar hafið lætur öldur sínar að streyma. Þær skulu
brjóta niður múra Týrusar og rífa niður turna hennar, og ég
mun sjálfur sópa burt öllum jarðveg af henni og gjöra hana
að berum kletti. Hún skál verða að þerri-reit úti í hafinu, því
að ég hefi talað, segir Drottinn, og hún skal verða þjóðun-
um að herfangi. Ég leiði Nebúkadnezar Babel-konung gegn
Týrus úr norðri, með hestum, vögnum, riddurum og mann-
söfnuði margra þjóða“. Esek. 26. kap.
Spádómur þessi átti sér alllangan aldur áður en hann
rættist, nálega um tvö hundruð ár. Þá gerði Nebúkadnezar
herferð sína gegn Týrus og sat um hana í þrettán ár áður
en hann fékk unnið hana. Meðan á umsátrinu stóð fluttu
Týrusarbúar mikið af auðæfum sínum út á eyju, sem lág
fyrir landi. Þeir hugðust standa betur að vígi að verjast
á eyju þessari.
Nebúkadnezar hélt burtu frá borginni eftir að hann hafði
unnið hana; torg og hallir stóðu eftir mannlaus og þögul,
og engar mannlegar athafnir áttu sér þar stað, og engir
sungu þar gleðisöngva. En Týrus stóð enn með allmiklum
blóma þar sem hún nú stóð, og engin hætta virtist vofa vfir
henni. Hún var enn drotning Miðjarðarhafsins og rak verzl-
un um nærliggjandi lönd og meðal allra þektra þjóða. Þann-
ig entist vegur hennar um tvö hundruð og fjörutíu ár. Hver
mundi dirfast að bera fram spásögn gegn Týrus um þá tíð.
En nú hóf Alexander mikli leiðangur sinn um Litlu-
Asíu og Austurlönd. Áður en hann færi lengra áleiðis aust-
ur fýsti hann að halda liði sínu um suðurströndina og koma
við í Týrusarborg og vinna hana.
Þegar Týrusmenn heyrðu um ferðalag Alexanders, féll
þeim allur ketill í eld, og gerðu í hasti sendiboða á fund