Sameiningin - 01.04.1950, Blaðsíða 16
46
Sameiningin
stöð sína á Vestfjörðum, — ekki hvað sízt á Önundarfirði.
Um haustið réðst hann til utanfarar með þeim, og stundaði
á næstu árum fiskiveiðar og hvaða vinnu er helzt bauðst í
Glouchester í Massachusette’s ríki. Á næsta sumri kom Sig-
ríður vestur með börn þeirra 3 að tölu. Eftir stutta dvöl í
Glouchester fluttust þau til Duluth, í Minnesota-ríki, en
þaðan til Seattle-borgar (Ballard umhverfisins), rétt eftir
aldamót, og dvöldu þar þaðan af. Oft áttu þau við þröngan
kost að búa, börnin voru 7 að tölu. Á þeim tíma er frá
greinir var vinna stopul fyrir verkamenn og lítt launuð, og
kjör erlendra verkamanna ekki síður en annara og lífsbar-
átta öll hörð, þótt ekki væri hún vonlaus. — Ásgrími lét lítt
erfiðisvinna í annara þjónustu. Snemma á dvalarárunum í
Seattle íor hann að stunda mjólkursölu, rak hann þá at-
vinnu til elliára. Smám saman fór efnahagur þeirra batn-.
andi. Sinn stóra þátt í því átti óbilandi kjarkur og dugn-
aður Sigríðar, og óvenjuleg hjálp er börn þeirra veittu
heimilinu er þau komust á legg. En þótt efni væru stundum
lítil, áttu þó oft athvarf hjá þeim þeir er enga áttu að og
áveðurs stóðu í lífsbaráttunni. Þótt húsakynni væru tak-
mörkuð var hjartarúmið ávalt ótakmarkað.
Heimili þeirra lifir mér í minni sem sérstakt á marga
lund. Trúrækni hjónanna beggja var innileg og reglubund-
in, og mótaði allmjög alt heimilislífið. Á heimili þeirra tíðk-
uðust ávalt húslestrar á hverjum sunnudegi, þrátt fyrir
hina ýmsu truflun og annir er sunnudögum fylgja, á mann-
mörgu heimili í stórri borg — þar sem að margt ungt og
uppvaxandi fólk átti heima. Hvernig sem á stóð voru lestr-
ar aldrei látnir undir höfuð leggjast. Það sem vakti undrun
mína og athygli var það hve ljúf að þátttaka barna þeirra
virtist að vera, og hversu innilegan þátt þau tóku, einkum
hin eldri, í sálmasöngnum, er húsbóndinn leiddi og stjórn-
aði — og spilaði undir á litla stofuorgelið.
Bæði hjónin tóku virkan þátt í safnaðarstarfi og guðs-
þjónustum íslenzka safnaðarins er ég til þekti í Seattle, en
það var í starfstíð séra Jónasar A. Sigurðssonar; og svo munu
þau ávalt gert hafa, meðan þau máttu, fyrir ellisakir og
lasleika. Fáa hefi ég þekt er með meiri gleði og hrifningu
gengu í guðshús en þau. Sigríður var áhugasöm starfskona
í kvenfélagi safnaðarins. Hún var ein þeirra kvenna er aldrei