Sameiningin - 01.04.1950, Blaðsíða 10
40
Sameiningin
veröld, því jarðlífið er ekki nema brú til hinna eilífu heim-
kynna.-----En er Jesús sá mannfjöldann, gekk hann upp
á fjallið. Og hann gekk ekki einungis upp á fjall til þess að
flytja þar hið mikla ljóð um samlífið á jörðinni. Hann gekk
einnig upp á fjallið Golgata. — Og sú mikla, dimma fjalla-
sýn varð síðan böðuð upprisuljósinu. — Svo að menn mega
vita, að lífið eitt er eilíf eign. Að enginn dauði er til. Og
allir mega sjá í bláma lífsins fjöll.
Hvað er framundan, Er það sú mikla hamingja, að þjóð
vor eignist í ríkum mæli þessa eilífðarvitund? Að hún reisi
tjaldbúðir sínar á ummyndunarfjalli fullrar vissu um eilíft
líf? Eitt er víst: Sú þjóð getur lifað, sem trúir á lífið.
(Kirkjublaðið)
_____________*_____________
Hvaðanæfa
Deild þessa a.nnast séra G. Guttormsson
Dr. Joseph Fort Newton, nafnfrægur kennimaður og
rithöfundur, lézt í febrúar á Bretlandi. Hann hafði þjónað
frægum kirkjum beggja megin hafs, þar á meðal City
Temple í Lundúnum.
-----☆------
Á undan kosningabaráttu Englendinga í vetur fóru þeir
saman til messu, Clement Attlee stjórnarformaður og and-
stæðingur hans, Winston Churchill. Foringi Liberala var
með í þeirri för, og fjöldi mikill af liðsmönnum allra flokk-
anna. Stólræðuna flutti erkibiskupinn í Canterbury. Sagði
hann, að þessi sameiginlega messuferð væri góðs viti fyrir
þjóð og kristni.
-----☆------
„Gamla Svíakirkjan11 — Old Swede church — í borg-
inni Wilmington í Deleware ríki, er talin elzt af kirkju-
byggingum mótmælenda í Bandaríkjunum. Hún var reist
af sænskum nýlendumönnum árið 1698.
Árið 1948, þegar hún var réttra 250 ára, ánafnaði Gustav
Svíakonungur kirkjunni rauðan altarisdúk, sem hann var
þá sjálfur að „bródéra11. — Konungi Svía er flest til lista
lagt. — Hefir hann nú lokið við útsauminn, en sænski sendi-
herrann í Washington afhenti kirkjunni þessa merkilegu
gjöf fyrir skemstu.