Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.04.1950, Blaðsíða 13

Sameiningin - 01.04.1950, Blaðsíða 13
Sameiningin 43 hans, til þess að leita um friðarskilmála. Þegar menn þessir komu á fund Alexanders, gekk samtalið líklega að fyrstu, en þegar hann krafðist þess að fá að heimsækja borgina til þess að biðjast þar fyrir, þóttust menn skilja hvar fiskur lægi undir steini, og báðust undan þeim heiðri. Með þessu var öllum friðarsamningum lokið og sendimenn skyldu við konung í reiði. Alexander hélt nú liði sínu gegn Týrus. En hvernig átti nú að vinna borgina. Það var ekki hlaupið að því, þar sem borgin stóð nú á eyjarkletti hálfa mílu frá landi. og virtist óvinnandi. Konungi varð ekki ráðfátt; hann skipaði hernum að rífa niður múrveggi og önnur mannvirki gömlu Týrusar og gera úr því gangveg fyrir liðið út á eyjuna. Eftir mikla örðugleika og tíma tókst að síðustu að gera veg þennan, var ráðist á borgina, og hún rifin niður til grunna; mannfólkið var selt í þrældóm eða tekið af lífi. Ekki er nú eftir urmull af borginni ríklunduðu og heims- frægu. Hefir hún ekki verið endurreizt. Sagan um auðæfi hennar, lystisemd og frægð geymist á spjöldum sögunnar; svo gersamlega er hin glæsilega, gjálífa Týrus horfin, og klettarnir þar sem hún eitt sinn stóð eru þvegnir af öldum hafsins eins og nakin kjúkubein ber og skinin, og orðnir að þerrireit fyrir net fiskirnanna. Orð Drottins hljóta ávalt að rætast í smáu og stóru, hve ólíklegt sem það virðist í fyrstu. En hvernig víkur því við, að þessi nær óviðjafnanlega, heimsfræga borg fékk ekki að standa? Um það fræðir frelsarinn okkur hjá Lúkasi í tólfta kapítula: „Svo fer þeim, er safnar fé, og ekki er ríkur í Guði“. Hvert það líf, sem gerir ákvörðun í ásamræmi við Guðs heilaga lögmál, fyrirgerir rétti sínum til lífsins í Guði. Fyr- ir því fer eins og borginni Týrus hinni frægu. Enn þá líður smáaldan að strönd hins fornfræga stað- ar, og leikur blítt og góðlátlega í fjöruborðinu. í rödd öld- unnar virðist búa vanmegna andvarp af margþjáðu og hel- særðu brjósti og sorgarstuna yfir afdrifum fólksins, er sög- unni samkvæmt kaus að gleyma sönnum Guði og skapara sínum. S, S. C.

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.