Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.05.1950, Blaðsíða 5

Sameiningin - 01.05.1950, Blaðsíða 5
Sameiningin 51 Hér birtist að því er virðist eitt af áberandi einkennum vor manna, ef til vill er þetta eitt af takmörkunum þeim er fylgja oss mönnunum — og gætir einnig í afstöðu læri- sveinanna gagnvart Jesú, að vér hvorki metum né skiljum að fullu aðra menn: samferðamenn, jafnvel ástvini er Guð lánar, eins og vera ber, meðan vér njótum þeirra. Dýpri merking hins persónulega gildis, áhrifa og blessunar er vér nutum af þeirra hálfu, verður fyrst að fullu skiljanleg í ljósi viðskilnaðarins og saknaðarins. Þessa virðist einnig að gæta af hálfu lærisveina Jesú gagnvart honum. Eftir upp- risuna, gætir brátt nýs skilnings á frelsaranum og hlutverki hans. Huggarinn, hinn heilagi andi Guðs opnaði hugi þeirra og hjörtu fyrir fegurð og dýrð orða hans, kenninga og per- sónu. í ljósi alls þess sáu þeir dýrð hans, er öll fékk á sig nýja merkingu, — varð þeim skiljanlegri en fyr — því að nú var svo margt af því er hann hafði sagt þeim og kennt komið fram. En áhrif andans gáfu öllu því er bjó í djúpi sálna þeirra nýtt líf og nýjan og magnaðan gróðrarmátt. Lítt skiljanleg orð meistarans, töluð meðan hann var með þeim, urðu augljós og virkilegur máttur í lífi þeirra þaðan af. Þannig rættust orð hans til þeirra töluð: „Það er yður til góðs að ég fari burt, því færi ég ekki burt, kæmi huggarinn ekki til yðar“. Þannig eru áhrif Guðs heilaga anda vorgróður í sálum allra lærisveina hans. Þau eru að verki til blessunar í kenn- ingum Guðs orðs, þau láta sakramenti kirkju vorrar fá á sig undraverðan og gleðiríkan blæ dýrðar og fegurðar í táknrænni merkinu, — þar sem orð eða útskýringar fá ekki að komist — þar túlka þau elsku Guðs, sem er ofar mannleg- um skilningi — og gera nærveru Jesú og minninguna um hann æðsta virkileika hverri sál er þráir hann og náðar- samfélag sálarinnar við hann. í öðru lagi skal athygli leidd að fyrirheiti Jesú er texti vor færir um gjöfina undraverðu er Jesús gefur lærisvein- um sínum í texta orðunum sem tilfærð eru: „Minn frið gef ég yðnr”. Þetta er arfleiðslugjöf Jesú til lærisveina hans á öllum tímum. Hugleiðum þessa gjöf. Hann gaf af sínum eigin andlega auði. Áberandi einkenni Jesú í þeim brotum af lífs- sögu hans er guðsspjalla frásögurnar færa oss er hinn innri friður í samfélagi við föðurinn er ávalt ríkti í sálu hans.

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.