Sameiningin - 01.05.1950, Blaðsíða 11
Sameiningin
57
Stýr minni tungu
„En ég segi yður: Sérhvert ónytjuorð, það er mennirnir
mæla, fyrir það skulu þeir á dómsdegi reikning lúka; því
að af orðum þínum muntu verða réttlættur, og af orðum
þínum muntu verða sakfelldur".
Prestur nokkur erlendur átti einu sinni að prédika út
af þessum orðum, og segir svo frá síðar: „Ég var lengi að
velta þessum orðum Jesú fyrir mér. Að síðustu komst ég
að þeirri niðurstöðu, að ég gæti ekki prédikað út af þeim;
um ofmælgissyndina væri ég jafnsekur, ef ekki sekari,
heldur en þeir, sem ég ætti að prédika fyrir. Náðargáfa
málsins væri misnotuð af öllum, ónytjuorð, fleiri og færri,
töluðu allir. Og þá datt mér í hug, að fróðlegt væri að
rannsaka á sjálfum mér, hvað ég á einum degi talaði mikið
fram yfir þarfir. Ég réði til mín hraðritara og lét hann rita
upp eftir mér hvert einasta orð, sem ég sagði einn daginn,
frá því að ég vaknaði, og þangað til ég lagðist til hvíldar
um kvöldið. Nokkru seinna fékk ég svo hreinritað afrit af
þessu, og las það yfir. Fram að þeim degi hafði ég álitið
sjálfan mig orðvaran mann og fremur fámálugan. En mér
brá í brún, þegar ég sá, hvað eins dags tal mitt var mikið
mál, og hvað mikið af því var gjörsamlega óþarft, van-
hugsað og jafnvel skaðlegt. Og þá varð mér að orði: „Guð
minn almáttugur hjálpi mér, ef ég á að bera ábyrgð alls
þessa fyrir hvern dag ævi minnar, ef þetta er aðeins fyrir
einn þeirra".
Þannig segist prestinum frá. En hafið þér nokkurn tíma
hugsað yður þann möguleika, að þér sæjuð samansafnað á
einum stað allt það, sem þér hafið talað, segjum bara einn
dag, eina viku eða einn mánuð? Að það væri allt saman-
komið í einni bók, sem þér fengjuð að lesa og íhuga ná~
kvæmlega? Ég get sagt fyrir sjálfan mig, að mér væri það
ekkert gleðiefni, ef slík bók væri til, og eins get ég hugsað,
að sé um fleiri. Mun ekki vera svo um oss flest. að þegar
vér leggjumst til hvíldar og lítum yfir liðinn dag, að þá
komi margt fram í hugann, sem vér ekki aðeins óskuðum
ógert, heldur ósagt, eitthvað, sem vér getum ekki réttlætt
íyrir dómstóli samvizkunnar, eitthvað, sem vér vitum að