Sameiningin - 01.05.1950, Blaðsíða 17
Sameiningin
63
annaríka þjónustuferil í fríkirkjusöfnuðinum 1922, sem
þegar hefir verið að vikið. Hann þjónaði þar í rétt 27 ár.
Söfnuðurinn óx enn að meðlimatölu og áhrifum í starfstíð
hans. Glæsileg persóna og ágætir prédikarahæfileikar hans
áttu sinn þátt í því. Listræni og fegurð einkendu prestleg-
ar athafnir hans. Hjá honum fylgdust að eftir kunnugra
frásögn innileg trú á fagnaðarerindi Jesú Krists, samfara
frjálsum hug og miklu andríki. Einnig varð hann stórvirkur
á ritvelli. Ægilega var hann ofhlaðinn störfum í söfnuðin-
um. Tók mikinn þátt í störfum kirkjunnar yfirleitt.
Að eðlileikum er það ljóst, að fríkirkjustarfið í Reykja-
vík hefir jafna verið borið fram, eins og það var í fyrstu
hafið af áhugasömum leiðtogum, konum og mönnum; er
virkilegur skyldleiki með því og safnaðarstarfsemi vorri
hér vestra. Væri freistandi og fróðlegt frekar um að rita,
þótt ekki sé hér tími né tækifæri um að fjölyrða. Aldrei
hefir ágreiningur átt sér stað milli þjóðkirkju og fríkirkju
safnaðarins að því er kennisetningar eða trúaratriði snertir.
Messuform eru að telja má nálega eins.
Eftir lát séra Árna Sigurðssonar (d. 20. sept. 1949) munu
guðfræðis prófessorarnir séra Ásmundur Guðmundsson og
séra Sigurbjörn Einarsson hafa innt þar þjónustu af hönd-
um til áramóta. Prestsembættið var svo auglýst til umsókn-
ar af safnaðarstjórninni, og sóttu þessir:
Séra Árelíus Níelsson á Eyrarbakka. Emil Björnsson
cand. theol. Reykjavík. Séra Ragnar Benediktsson, Reykja-
vík og séra Þorsteinn Björnsson á Þingeyri við Dýrafjörð.
Kosningar fóru þannig að séra Þorsteinn Björnsson hlaut
yfir 1600 atkvæði, séra Árelíus yfir 1300, Cand. Emil Björns-
son yfir 1100 atkvæði; aðrir umsækjendur miklum mun
lægri atkvæðatölu.
Kirkjumálaráðuneytið staðfesti kosningu séra Þorsteins
og leysti hann jafnframt frá embætti sínu í Sandapresta-
kalli 4. febr. Séra Þorsteinn er talinn duglegur starfsmaður
°g mjög prýðilegur söngmaður, hefir hann þjónað 1 Árnes
prestakalli á Ströndum, og í Sandaprestakalli í Dýrafirði. —
Stuttu eftir að prestskosning var afstaðin í fríkirkju-
söfnuðinum, fóru þeir er fylgt höfðu cand.theol Emil Björns-
syni í kosningunum þess á leit við hann að hann tækist á
hendur þjónustu fyrir þá, þar sem þeim var það sérstakt
áhugamál að njóta þjónustu hans, en einskis manns annars.
Ekki skilst oss að þetta beri að skoða sem mótmæli gegn