Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.05.1950, Blaðsíða 8

Sameiningin - 01.05.1950, Blaðsíða 8
54 Sameiningin Erindi flutt á Sumardags fyrsta samkomu, í Selkirk-söfnuði, hinn 5. apríl, undir stjórn eldra safnaðar Kvenfélagsins þar. Á sumardaginn fyrsta er íslendingum glatt í sinni, hvar helzt í heimi sem þeir búa, en þó alveg sérstaklega öllum þeim, sem eiga dvöl í köldum löndum. Síðan að sögur hóf- ust að kalla má hefir Sumardagurinn fyrsti verið þjóðleg- asta hátíðin, sem haldin er á ættlandi voru. Það er dagurinn sem gleður hjörtu allra manna. Hann er settur til jafns við hinar stórhátíðir ársins: Jól, páska og nýár. Á stórhátíðum er venja að segja: Gleðileg jól, gleðilegt ár! o. s. frv. Þannig hefir málvenjan einnig skapað hina indælu ósk: Gleðilegt sumar! Það er einkar eðlilegt að hinn fyrsti sumardagur sé íslendingum hugumkær. Hann táknar það að lausnin undan oki vetrarins er í nánd. Hin hefðbundna heillaósk hljómar á vörum manna; hvarvetna ávarpa menn hverir aðra með hugljúfu orðunum: Gleðilegt sumar! Það er mikil og líf- ræn merking sem að orðin eiga yfir að búa. Manni finst að eingöngu njóti þau sín á íslenzku máli. Það er ókleyft að þýða þau á önnur mál svo að hin upprunalega merking þeirra haldist óröskuð. Sjálf merking orðanna er útrás þeirr- ar gleði sem að sumarkoman færir, og brýst út í blessunar- ósk til annara manna. Eins og sólin gleður og vermir alt, sem lífsanda dregur, einnig sjálfa jörðina, þannig streymir góður hugur og‘gleðiþrunginn út til allra í kveðjunni: Gleði- legt sumar, hún er táknrænn gleðiboði þess kærleika er í hjörtum manna býr. Á sumardaginn fyrsta eru hugir ís- lendinga sameinaðri, en nokkurn annan dag í öllu árinu. Þá lyftir eftirvænting og vonargleði hugum yfir hið hvers- dagslega, við elskum hverir aðra og ávörpum hverir aðra fagnandi með orðunum Gleðilegt sumar. Mig langar að dvelja huga við merkingu orðanna um litla stund. Þegar við berum fram þessa fögru heillaósk þurfum við að veita því nána athygli að hugur fylgi máli. Óskin má ekki vera hefðbundin, innantóm málvenja, sem hvorki máttur eða meining býr á bak við; en það á sér of oft stað í svo mörgu sem við segjum hvert við annað. — Fyrir stuttu síð- an las ég sögu um stúlku eina enskumælandi, sem að hafði þann sið að kalla alla pilta er hún kyntist eftirlætisgoð sitt eða „darling“. Nú vildi svo til að hún kyntist alvarlega

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.