Sameiningin - 01.05.1950, Blaðsíða 4
50
Sameiningin
Gjöfin æðri öllum skilningi
Þeila heíi ég ialað við yður, meðan ég enn var hjá
yður, en huggarinn, andinn heilagi, sem faðirinn
mun senda í mínu nafni, hann mun kenna yður ali,
og minna yður á alt, sem ég hefi sagi yður. Frið
læí ég efiir hjá yður, minn frið gef ég yður; ekki
gef ég yður eins og heimurinn gefur. Hjaria yðar
skelfist ekki né hræðisi. —
Jóh. 14:25.-27.
Þessi orð eru brot úr skilnaðarræðu Jesú til lærisveina
hans. Þau eru hjartfólgin og fögur orð, hugumkær læri-
sveinum hans á öllum tímum. Þau eru töluð af meistaran-
um til að undirbúa þá undir straumhvörf nýrrar reynslu,
er þeir áttu í vændum, og viðskilnaður hans við þá myndi
valdandi. Uggur og ótti hafði gagntekið hugi þeirra, sam-
fara óljósum skilningi á því er í vændum var. En Jesú vill
með orðum sínum lyfta hugum þeirra og láta þá öðlast
skilning á því að reynsla sú er nú beið þeirra, myndi í víð-
tækri merkingu verða þeim til blessunar, og myndi eiga
sinn þátt í því, að veita þeim blessun og þroska er þeir sízt
eftir væntu. Þess vegna er það að hann lýsir fyrir þeim
hlutverki heilags anda þeim til þroska. „Hann mun kenna
yður alt og minna yður á alt, er ég hefi sagt yður“.
Huggarinn átti að halda áfram verki Krists þegar
að hann væri farinn frá þeim. Orð hans og kenn-
ingar áttu að fá á sig nýjan og þeim óþektan blæ fyr-
ir það að Jesú var ekki lengur með þeim. Áhrifa-
magn orða hans, átti fyrir túlkun andans — og sökum þess
að hann væri frá þeim farinn að öðlast nýja og áður ó-
þekta merkingu í hugum þeirra. Gróðrarmagn, máttur og
merking orða hans átti að margfaldast sökum viðskilnað-
arins. Söknuðurinn yfir því að hann væri frá þeim farinn,
minningin um alt er hann hafði verið þeim, átti undir áhrif-
um heilags anda að færa þeim heim sanninn um alt er hann
hafði verið þeim í dýpstu og víðtækari merkingu kenn-
inga hans. Þá myndi þeim verða ljóst og skiljanlegt svo
margt, er þeir enn ekki skildu, meðan hann var með þeim —
og þeir nutu hans.