Sameiningin - 01.05.1950, Blaðsíða 10
56
Sameiningin
Jarðarbörnin eiga eftirvæntingu og fögnuð sér í sál, en
þó er ekki víst að þau fagni sumrinu eins og vera ber, því
veturinn hefir verið svo langur, og kuldinn hefir leitað inn
í sálir manna. Þess vegna sendi ég ykkur inn í hverja bygð
íslendinga, inn í afskekta fjöllum lukta dali, út til yztu
stranda inn á hvert heimili til þess að kenna hverju manns-
barni, jafnt ungum sem öldruðum að segja Gleðilegt sumar!
Því að það er kærleiks og gleðikveðja Guðs til allra manna,
sem þeir eiga svo að bera hverir öðrum, svo að sumarið ríki
í sálum þeirra, ekki síður en að merki þess verða sýnileg
hvarvetna hið ytra í náttúrunni“. Þannig er því óskin Gleði-
legt sumar kærleiksboð frá Guði sjálfum, en gildi þessarar
dýrðlegu kveðju — hinnar fegurstu er íslenzkt mál á yfir
að ráða, verður áþreifanlega máttur er við hvert og eitt
lifum í anda og merkingu orðanna sumarið út.
Gleðilegí sumar! — S. Ó.
___________*___________
Hvað er kristindómur?
Ég stóð ráðþrota. Ég vissi ekki, hvað lífið var, né sjálfur
ég, né nokkur skapaður hlutur. Líf mitt og vit lá við, að ég
fengi svar. En hver átti að svara mér? Sjálfur gat ég ekki
ráðið fram úr neinu, og vitringar, sem ég leitaði, voru ósam-
mála og í mótsögn við sjálfa sig, og mér virtust þeir oft
vesælli og bjánalegri en bjálfarnir. En alltaf, þegar ég kom
fram fyrir Krist, fékk ég annaðhvort svar — sem ekki var
hinna skriftlærðu, eða spurningin missti allt gildi sitt og
hvarf mér af tungu. Hvert var þá svar hans? I orðum eða
aðeins í augnaráði. Það var kristindómur. Ó, hvað er kristin-
dómur? Einungis það, að hafa öðlazt traust á Guði — traust
á Guði fyrir Krist. Hann er engan veginn það, að mælt sé
fyrir vegum Guðs og þeim lýst eða skrá afhent um eigin-
leika hans og einkenni, heldur er kristindómurinn leyfi til
að treysta því örugglega hvað sem fyrir kemur, jafnvel með
ótta og angist, að Guð sé veruleiki og breytist aldrei, heldur
hafi alla þræði í hendi sér. Já, það er þetta traust, sem er
nógu voldugt til þess að þurfa hvorki að vita né skilja. Það
getur sagt í sömu andrá: „Guð minn, Guð minn, hví hefir
þú yfirgefið mig“, og þegar á eftir: „Faðir í þínar hendur
fel ég anda minn“. Kaj Munk.
(Kirkjuritið)