Sameiningin - 01.05.1950, Blaðsíða 7
Sameiningin
53
Hvaðanæfa
Deild þessa annast séra G. Guttormsson
Lagafrumvarp um að banna auglýsingar á vínföngum
lagði Senator Langer fyrir efri deild Congressins í vetur.
Frumvarpið var kæft í þingnefnd eins og oft er gjört á þeim
slóðum. En góðan stuðning hafði tillaga þessi frá leiðandi
mönnum utan þings. _______j.____
Stærsta timburkirkjan í víðri veröld var nýlega reist
í sókninni Kerimaki á Finnlandi norðan til. Kirkja þessí
er 150 fet á lengd, 140 fet á breidd, en hæðin 80 fet. Hefir
húsið bekkjarrúm fyrir fimm þúsund manns; en meðlima-
tala í sókninni nemur tíu þúsundum. ■— Finnar eru lúterskir.
------☆-----
Kirkjusókn er ákaflega mikil um þessar mundir, bæði á
Þýzkalandi og eins austur í Japan. Svo segja ferðamenn,
sem koma til Vesturheims frá þessum löndum. Kirkjur eru
troðfullar um hverja helgi; en mannfjöldi mikill stendur
við dyrnar og bíður inngöngu. Prestar verða að flytja sömu
messuna tvívegis eða oftar til þess að allir fái heyrt.
Þjóðverjar voru blendnir mjög í trú á undan stríðinu,
en Japanir heiðnir að mestu, eins og kunnugt er. Hvorir-
tveggja komu hart niður í styrjöldinni, og leita nú viðreisn-
ar á vegum kirkju og kristindóms. ■— Nú má ekki kirkjan
bregðast köllun sinni.
------☆-----
Öll sönglist horfir til heimsfriðar, og ekki sízt kirkju-
söngurinn, segir Esaburo Kioka, prófessor og organisti frá
Japan. Hann stundaði hljómlist hér í landi fyrir mörgum
árum, og er um þessar mundir í New York, að annast kaup
á orgelum fyrir japanskar kirkjur. Pípuorgel í kirkjum
Japana voru tuttugu og þrjú á undan styrjöldinni; en þegar
vígum lauk voru ekki nema tvö eftir. Sprengjurnar höfðu
fargað öllum hinum.
Þegar kristnir menn um allan heim syngja sömu trúar-
ljóðin, hver á sinni tungu, en með sömu lögunum yfirleitt,
segir Kioka, þá beinir söngurinn hjörtum þeirra til bróð-
ernis og friðar; og munu þau áhrif reynast sigursæl þegar
fram líða stundir.